Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 30
 2. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald „þetta er mikil bylting, sérstak- lega fyrir þá sem stunda fimleika sem eru stór íþrótt fyrir norðan,“ segir Böðvar Kristjánsson, verk- efnastjóri hjá SS Byggi, sem hefur fengið það verkefni að ljúka við byggingu nýrrar íþróttamiðstöðv- ar við Giljaskóla á Akureyri. SS Byggir og stjórn fasteigna Akureyrarbæjar undirrituðu samning og eru byggingafram- kvæmdir þegar hafnar. Fram undan er vinna við uppsetningu á þaki, glugga og hurðir ásamt ýmsum frágangi innan sem utan húss. „Íþróttamiðstöðin skiptist niður í tvo sali, venjulegan leikfimis- al sem er 607 fermetrar að stærð og svo 1.090 fermetra fimleika- sal. Með búningsaðstöðu og öllu er gólfflöturinn samtals 2.723 fer- metrar,“ segir Böðvar um nýju íþróttamiðstöðina og bætir við að stefnt sé að því að ljúka verkinu sem fyrst, en áætluð verklok eru 15. júlí 2010. Verkefnastað SS Byggis er góð þessa dagana. Vinnubúðir verða væntanlega settar upp í vikunni við Undirhlíð. Það er líka góður gangur á framkvæmdum fyrir- tækisins við VMA, áfanga 7b, og nú bætist Giljaskólinn við. - rve Frábær aðstaða fyrir fimleikafólk Með nýrri íþróttamiðstöð við Giljaskóla stórbatnar aðstaða fimleikafólks. Leigufélag Vestfjarða hefur hug á að koma að byggingu hjúkrunar- heimilis á Ísafirði. Þar með gæti þeirri framkvæmd verið hrint úr vör á næstu mánuðum. Að því er fram kemur í bréfi leigufélags- ins til bæjaryfirvalda liggur fyrir lánsloforð frá Íbúðalánasjóði fyrir hluta af byggingarkostnaði. Fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir bygg- ingu þrjátíu hjúkrunarrýma á Vestfjörðum árið 2010. Leigufélagið er í eigu Vest- firskra verktaka á Ísafirði og bygg- ing hjúkrunarheimilisins gæti ýtt vá atvinnuleysis að einhverju leyti frá þeirra dyrum. Bæjarráð mun funda um málið með félagsmála- ráðherra á morgun og með full- trúum Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða á næstu dögum. Heimild: www.bb.is Vilja byggja Fundað verður um nýtt hjúkrunarheim- ili á næstu dögum. Í Nuuk. Ístaksmenn ætla að ljúka uppsteypu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýr skóli er að rísa í Nuuk á Grænlandi og er bygging hans eitt af viðfangsefnum Ístaks um þessar mundir. Páll Eggertsson verkfræðing- ur stjórnar verkinu nú og segir það ganga alveg þokkalega. „Við byrjuðum að sprengja fyrir grunninum í apríl og steypa í júní og reiknum með að ljúka uppsteypu á húsinu í næsta mán- uði,“ lýsir hann. Um þrjátíu manns vinna við bygginguna en Páll segir alltaf nokkra í fríi enda skiptist þeir á. En hvernig er veðrið í Nuuk? „Það er fínt, bara svolítið kalt. Það er komið frost og við þurfum að beita upphitun þegar við steypum.“ Páll býst við að vinnuflokkurinn verði í Græn- landi í allan vetur og spurður hvort hann kunni vel við sig er svarið hlutlaust. „Þetta er eins og hver önnur vinna.“ Vinnubúðir og mötuneyti er á staðnum og Ístak leigir einnig nokkrar íbúðir að sögn Páls. Hann segir yfirleitt engin vanda- mál með aðdrætti. „Það er flest fyrir hendi hér en efnisinnkaup fyrir framkvæmdina fara að mestu gegnum Danmörku eða Ísland.“ Skólinn verður samtals 6.100 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum, og áætlað er að bygg- ingu hans ljúki í maí 2011. Annað verkefni bætt- ist svo við sem á að verða tilbúið á sama tíma. „Við fengum 650 fermetra leikskóla hér við hlið- ina sem aukaverkefni og erum aðeins byrjaðir á því líka,“ lýsir Páll og var ekki tafinn með lengra skrafi á föstudagseftirmiðdegi. - gun Byggja yfir börn í Nuuk á Grænlandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.