Ljósberinn - 01.10.1941, Page 2
140
LJÓSBERINN
/
Hallormsstadarskógur
Ég hefi séð Hallormsstaðai’skóg á öllum
árstíðum, og allt af hefir hann sterk og
heillandi áhrif á hug minn, sem ég get
tæplega gert grein fyrir. Þegar maður
kemur í þennan skóg, þá er eins og mað-
ur sé kocminn inn í eitthvert æfintýraland,
þar sem maður býst við að sjá töfrahallir
og tindilfættar skógardísir þá og þegar,
það er eins ’og verið sé að hvíslast á allt
í kringum mann. 1 Hallormsstaoar-skógi
er enginn vandi að sjá í huganum lifandi
myndir af uppáhaldsæfintýrum bernsku-
áranna, tij dæmis æfintýrinu um Hans og
Grétu, eða Rauðhettu litlu.
Auðvitað er skógurinn fegurstur á sumr-
in þegar hann er í skrúði sínu, en hann
er líka töfrandi á vetrum. Ég hefi verið
þar »:heimamaður« tvívegis að vetrarlagi
og farið um .skóginn þveran og endilang-
an, og á hverjum degi fannst mér ég sjá
þar eitthvað nýtt, sem au'ga mitt gladdi,
og allt af gagntók mig sama tilfinningin,
þegar ég var á gangi í skóginum, tilfinn-
ing, sem ég hefi hvergi fundið til annars-
staðar, — nema þá í Lindarrjóðri, þó
að það væri með nokkrum öðrum hætti,
— ósk um, að allir fslendingar gætu
notið þess unaðar, sem það veitir, að vera
í svq dásamlegu umhverfi. Það er eins og
að hlusta á góða tónlist: Það hefir á mann
göfgandi og hressandi áhrif án þess að
maður viti eiginlega hvernig það gerist, og
það er eins og maður nálgist Guð miklu
meir en endranær. Og sannarlega hlýþur
maður að hugsa, ósjálfrátt: þetta hlýtur
að vera helgur staður, sem Drottinn hef-
ir vandað svona mikið til og látið sér svo
annt um að varðveita.
Hallormsstaðarskógur er við Lagarfljót
ofarlega og er fljótið þar breiðast, en lít-
ið undirlendi þeim megin fljótsins, sem
skógurinn er (austanvert) og er hann í
hlíðum og á h.j.öllum upp eftir hálsinum á
milli Fljótsdalshéraðs og Skriðdals. Niður
við fljóíið eru klettóttir ásar og víða kletta-
drangar fram í fljótið. Þegar gengið er
fram á suma þessara dranga má sjá svo
að segja yfir allan skóginn, svo að hægt
er að gera sér grein fyrir hve geysilega
víðáttumikill hann er. Mér er sérstaklega
í minni hve dásamlegt er útsýni af ein-
um þessara dranga. Hann er í þeim hluta
skógarins, sem nefndur er Gatnaskógur,
nokkru fyrir utan Hallormsstað. Þaðan sér
maður vítt yfir í allar áttir: skóginn, þeg-
ar baki er snúið við fljótinu, Snæfell í
fjarska fyrir botni Fljótsdals, þegar horft
er inn eftir fljótinu, — maður rennir aug-
unum síðan út eftir hinni fögru og blóm-
legu Fljótsdalsbyggð, noirðan fljótsins, --
utar eru, Fellin, og að baki þeirra, í bláma,
glampar á Smjörfjöllin, og loks snýr mað-
ur sér þannig, að horft er út eftir fljót-
inu. Þá blasir við Héraðið og hið mikla og
lygna fljót, eins og breiður og fagur fjörð-
ur, svo langt sem augað eygir. Oft hefi
ég staðið á þessum kletti og allt af haft
yndi af því að virða fyrir mér þetta dá-
samlega útsýni.
Það var ekki ætlunin, að skrifa langt
mál um Hallormsstaðarskóg að þessu sinni,
— áttu aðeins að vera fáeinar línur meo
forsíðumyndinni. En einhverntíma síðar
verður tækifæri til að segja eitthvað meira
um þennan fagra stað. Þessu vil ég. þó
bæta við: Sá, sem ekki hefir séð Hallorms-
staðarskóg, veit ekki, hversu dásamlega
fagurt er á. Islandi. Þangað ættu allir að
reyna að komast, einhverntíma á æfinni.
Það er áreiðanlega stórviðburður í æfi
hvers manns, að sjá Hallormsstaðarskóg.
Th. A.
Englendino'ur nokkur, 83 ára gamall, hefir haft
þann sið undanfarin 24 ár, að skrifa, upp af dán-
airlistum enska blaðsins Times nöfn þeirra, sem
náð hafa að verða 90 ára eða enn eldri. Fram að
þessu hefir bann skráð 9781 nafn og á næsta ári,
þegar hann hefir »safnað« í 25 ár, er ætlun hans
að senda Times þau til birtingar. Hugmynd ha,ns
hefir vakið athygli víða, því hvaðanæva ór heim-
inum berast honum bréf, þa.r sem honum eru send
slík nöfn úr öðrum blöðum, en hann fæst ekki
við annað en það, sem hann les í blaðinu sínu.