Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 147 Hún gerði það ekki fyrr en í síðustu lög, og þess vegna var Dídí allt af ömurlega til fara. En hún var allt af hrein, — það var bót í máli. E'n Dídí vildi vera bœt3*i hrein og vel til fara. Hún fór því snemma að reyna að bjarga sér, reyna að vinna sér inn aura, fyrst fyrir allra smávægilegustu þörfunum og síðan fyrir ýmsu, sem orðið gat til þess að »bæta upp á búninginn«. Og hún varð fljótt ótrúlega athafnamikil. Hún þvcði eld- húsgólf og útitröppur fyrir konurnar í næstu húsum þegar hún var ekki stærri en það, að hún réði varla við gólfklútinn og þvottavatnsfötuna, — og hún fór sendi- ferðir fyrir þessar sömu konur, eða þá að hún sat hjá hvítvoðungum á meðan kon- urnar skruppu að h,eiman. Og marga góða máltíðina fékk hún fyrir þetta og marga flíkina. Og það, sem ánægjulegast er nú að segja frá, í þessu sambandi er það, að Dídí var annáluð fyrir vandvirkni, trú- mennsku og ráðvendni. Þess vegna var því meir eftir henni sótt til vika, sem kon- urnar kynntust henni betur og h.ún stálp- aðist. En sannleikurinn var nú sá að húrn^ var að ýmsu leyti lík móður sinni. Það kom meðal annars fram í því, að henni sárleiddist að sitja hjá krökkunum, — en það var bót í máli, að hún gat notað þær stundir til að líta í bók, og hún hafði snemma gaman af að stauta sig fram úr æfintýrum, þó að hún væri, annars ekki sérlega bókhneigð. Og ein konan var að kenna henni að prjóna. Henni þótti gam- an að því, og af því að hún var furðu hyggin, lagði hún talsverða stund á þessa iðju„ og sat oft með prjóna sína, eins og gömul kona, hjá smábörnum, sem hún átti að líta eftir, — ag »húsverkin« leiddist henni líka að fást við, eða gólfþvottana. Hins vegar áttu sendiferðirnar betur við hana. Þó að hún flýtti sér allt af í sendiferðum, þá voru þær þó eins og forsmekkur að frjálsara lífi, heldur en hússtörfin voru. Það var þess vegna eðlilegt að Dídí færi snemma að fást við blaðasölu. Og sú var líka önnur ástæða til þess, að húsmæðurnar, sem hún gerði smávik fyrir, borg- uðu henni, sjaldan í peningum, en henni fannst svo áríðandi, að kcmast hjá því að biðja pabba sinn um aura. En hér verður að taka það fram, að fyrst og fremst var pabbi hennar alls ekki svo fátækur sem hann vildi vera láta. Hann hafði verið sparsamur alla æfi, og því samheldnari sem hann varð fullorðnari, svo að nú var þessi dyggð komin í það horf, að heita mátti nirfilsháttur. Og í öðru lagi verður að geta þess, að Dídí fór vel með aurana sem hún. vann sér inn, þó að pabbi henn- ar væri á öðru máli, stundum. En það verður að segja honum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.