Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 4
44 LJÓSBERINN til sín fór hann og heimsótti Mörtu gömlu með þjóni sínum, sem var hlaðinn dýr- um gjöfum, til að láta gleði sína og þakk- látssemi í ljós við hana. En Marta vildi ekki við þeim dýrmætum taka. En þar á móti sagði hún hinum unga manni og tigna, sem hún liafði læknað, að bezíta gjöfin, sem hann gæti gefið sér, væri það, ef hann vildi heita sér því, að hann skyldi einu sinni á ári, á þeim sama degi, er hann læknaðist, gefa fátækum hundrað brauð, þar sem hann þá og þá væri stadd- ur í heiminum. Og þessu hét hann henni liátíðlega. Marta gamla kenndi Júdit, litlu dóttur- dóttur sinni sömu góðfýsina, að hún skyldi vera góð við alla, og rétta þeim hjálparhönd, sem bágt ættu. Og Júdit var svo brjóstgóð að eðlisfari, að henni veitti það ljúft og létt að hjálpa nauð- stöddum. Og hún sýndi ekki mönnum einum kærleika, lieldur líka dýrunum. Hið ástríka hjarta hennar gat ekki þolað að sjá, að neinni skepnu liði illa. Hún sagði ekki eins og svo margir segja við sjáífa sig til þess að geta með liægu inóti komizt hjá því: „0, þetta er bara ræfils betlari, hvað kemur hann mér við; hann fær víst nægju sína í svanginn, án minn- ar hjálpar!“ Eða: „Þetta er bara óláns- garmur, eða þrástaður asni, livað kemur það mér við, þó að einhver fari illa með hann!“ Nei, Júdit huggaði og hjálpaði hvar sem gafst færi á, eins og llún framast gat. Með því móti gerði hún miklu meira gott en sjálfur æðstipresturinn í sainkunduhúsinu. En nú skal ég segja frá fegursta verkinu, sem hún vann. Einu sinni var það árla morguns, að Júdit stóð í dyrunum á húsi ömmu sinn- ar; hún var þá einmitt að gefa geit og tveimur mögrum og soltnum liundum, sem enginn annar skeytti um. Heyrði hún þá allt í einu svo mikið harlc og háreysti niðri á götunni, eins og múgur manns væri á ferðinni. Hún spratt upp og bar hönd fyrir augu, til að sjá, hvað um var að vera. Og það var mikill fjöldi fólks. Hún heyrði óp og org og nú sá hún, að rómverskir hermenn voru í fararbroddi, því að sólin skein á panzara þeirra og hjáhna og spjótin, sem þeir báru, og gneistaði af þeim eins og eldi. Smátt og smátt færðust þeir nær, og sá liún þá allt greinilega, og allt í einu kom hún auga á mann; gekk hann fremstur allra, milli hermannanna, lotinn mjög og valt- ur á fótum undir þungri byrði, sein hon- um liafði verið lögð á herðar. Júdit starði óttaslegin á þetta, því að það var skelfileg sjón. Hún sá þá framan í manninn, því að liann leit snöggvast upp í heiðan og bláan himinninn. Andlit hans var náfölt og blóðdropar runnu nið- ur eftir því af enninu. Háreystin fór vaxandi og nú kom fólk út úr húsinu til að horfa á þetta. Gamall maður bjó í næsta liúsi við hús Mörtu; liann kom líka út og Júdit spurði hann, hvað um væri að vera. „Það er ekki annað en glæpamaður, barnið mitt“, sagði gamli maðurinn. „Hann á að fara til dómstaðarins. Þú getur séð, þarna koma þeir með hann. Ó, það er viðbjóðslegt að sjá!“ Júdit stóð og horfði á mannþyrpinguna. Tárin boguðu af augum hennar er hún sá veslings bandingjann, sem var leidd- ur til aftökustaðarins og þar beið hans

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.