Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 29
LJÓSBERINN 69 lauk máli sínu með því að fullyrða, að þessar litlu stúlkur væru áreiðanlega frá móður Brown, því að tötralegustu börnin væru ætíð þaðan. Barnardo bafði lieyrt nóg. Hann skildi pakkann eftir á borðinu hjá kaupmann- inumog gekk til stúlknanna. „Lízt ykkur ekki vel á pylsurnar þær arna?“ Sú eldri leit snögg\rast upp, hallaði lítið eitt höfðinu, en sagði ekkert. „Iíafið þið ekki lyst á einni pylsu?“ Eldri stúlkan kinkaði kolli. En augna- ráðið, sem fylgdi þeirri höfuðhneigingu var svo biðjandi, að Barnardo hlýnaði um hjartaræturnar. „Komið með mér inn fyrir“. Þær fengu sína pylsuna hvor. Að augnabliki liðu höfðu þær lokið við þær. „Viljið þið meira?“ Nú kinkuðu báðar stúlkurnar kolli og litlu til skiptis á Barnardo og rjúkandi pylsurnar innan við borðið. En nú fengu þær ekki nerna sína hálfa pylsuna hvor, því að Barnardo var hræddur inn að þær yrðu veikar, ef þær fengju meira. „Getið þið borðað meira?“ „Já“. „Því get ég trúað, en sjáið þið nú til. Ég er hræddur um að ykkur geti orðið illt, ef þið borðið meira af lieitum pyls- um“. „Getum við fengið nokkuð handa Tommy?“ „Tommy — hver'er það?“ „Bróðir minn og hann er veikur“, sagði önnur stúlkan. „Hlustið nú, stúlkur mínar. Við kaup- um pylsu lianda Tommy, og svo fer ég heim með ykkur til hans“. Ljúfi Faðir leið þú mig Herra, Guð, ég hrópa á þig hjarta míns af innsta grunni. Ljúfi Faðir leið þú mig lífs að lielgum náðarbrunni. I líknarhendur legg ég þínar lífsins allar vonir mínar. Lífs á daginn líða fer. Það liggur viS ég gráti’ ’ann. Tíminn hefur tapast mér; til hvers? ÞaS er gátan. Lárus Eiríksson frá EiSum. Stærri stúlkan varð sýnilega hrædd. „Það er ekki hægt, amma vill það ekki“. „Hver er amma þín og hvernig veiztu, að hún vill ekki að ég komi lieim til ykk- ar?“ „0, ég veit fyrir víst, að liún vill það ekki“. „Er hún raunverulega amma þín?“ „Nei, það er hún nú ekki, en við köll- mn hana ömmu“. „Jæja, það er þá móðir Brown“. Stúlkan gapti af undrun og starði á Barnardo. Hann reyndi að róa hana og sagði henni, að hann væri læknir og mætti þess vegna líta á Tommy. Síðan tók liann í liendur þeirra og leiddi þær lieim.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.