Ljósberinn - 01.04.1947, Síða 23

Ljósberinn - 01.04.1947, Síða 23
LJÓSBERINN 63 Leitin hófst með Barnardo í farar- broddi. Það var kíkt í hvern krók og kima, en án nokkurs árangurs. Það leit ekki vel út fyrir Barnardo. Hingað liafði hann ginnt hóp af heldrimönnum, og svo þegar til kom fundust ekki drengirnir, sém liann hafði ætlað að sýna þeim. Hvað skyldu þeir hugsa! En þá kom lögreglu- þjónninn til hjálpar. Hann ráðlagði þeim að leita lengra niður við hafnarbakkann. Þar hlutu að vera margir drengir. Þeir leituðu, en heppnin var ekki með þeim. Barnardo varð náfölur í andliti. Það leit út fyrir að hann yrði talinn ósanninda- maður. Hann ætlaði að reyna einu sinni ennþá. Hann rak handlegginn eins langt og liann gat inn um rifu, þar sem tveir segldúkar lágu saman. Og liann fann fót- legg. Hann tók utan um fótinn og dró hann til sín af öllum kröftum. Dreng- urinn brauzt um, en það bar engan ár- angur. Svefndrukknum augum starði hann á mennina og bað þá um að sleppa sér. Hann hélt að lögreglan hefði hand- samað sig. Barnardo fullvissaði hann um, að þeir vildu lionum ekkert illt, og bauð honum peninga, ef hann gæti komið með nokkra drengi undan segldúkunum. Hann gekk að tilboðinu, en tókst aðeins að ná í einn dreng. Sá drengur bauðst til þess að koma öllum drengjunum úr vörustaflanum. En þegar mennirnir fengu að vita, að hann ætlaði sér að stökkva upp á staflann og lioppa þar og vekja þannig drengina, var boð hans afþakkað. Þá kom lögregluþjónninn þeim aftur til hjálpar. „Reynið að bjóða hverjum dreng nokkra aura“, sagði hann. Drengirnir voru sendir inn í staflann með þann boðskap, að hver sá, sem kæmi fúslega upp, skyldi fá krónu. Og það bar árangur. Á nokkrum mínútum komu hvorki meira né minna en sjötíu og þrjú soltin og ræfilsleg börn undan segldúk- unum. Eftir stærðinni að dæma voru þau næstiun því öll undir fjórtán ára aldri. Hálfnakin, sokkalaus og skólaus, stóðu þau þarna og biðu eftir aurunum sínum. . Barnardo hafði þá sagt satt. Shaftesbury lávarður varð yfir sig hissa. Hingað til hafði hann efast um að fullyrðingar Barnardos væru sannleikan- um samkvæmar, en nú gat enginn efi komizt lengur að. „Börnin skulu sannarlega fá eitthvað að borða, en hvert eigmn við að fara?“ mælti liann. Barnardo, sem þekkti hverf- ið út og inn, vissi, að í grenndinni var veitingahús, sem var opið allan sólar- hringinn. Allur liópurinn gekk þangað

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.