Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 14
54 LJÓSBERINN að þú mundir koma, og þeir töluðu um þig. Þeir voru svo glaðir, af því að þú mundir frelsa þá, og þeir sögðu, að þeir vissu um meðal, sem gæti frelsað kóiig- inn. Og þeir ætla að segja þér, hvað það er, þegar þú ert búin að frelsa þá. En þeir geta ekki sagt þér það nema livísla því í eyru þér á meðan þú sefur. Þess vegna skaltu, strax og þú hefur losað steinana af beltinu, leggjast til svefns í þínu eigin herbergi, eins og vant er. Allt annað kem- ur af sjálfu sér. Ekki þarftu að óttast nornina. Þú liefur séð, að ekki þurfti ann- að en trúfast barnshjarta til að yfirvinna hana. Þetta trúfasta hjarta gat breytt ljón- inu í rádýr. Og þegar mest lá á breytti það rádýrinu í risastork. Nú skaltu taka beltið, færa kónginum það, og berðu honum kveðju frá hans fyrrverandi dýrgripaverði, og skilaðu frá honum, að betri drottningu geti liann ekki fengið en hina litlu gæsastúlku. Og ljúktu'svo upp dyrunum og hleyptu okk- ur báðum út. Rádýrið þagnaði nú, því tími þess til að tala var liðinn. Valgerður nóg nú beltið og faldi það í svuntu sinni og flýtti sér svo út úr liöll- inni. Rádýrið fylgdist út með lienni. Og þegar hún hafði kvatt það og þakkað því fyrir þá miklu hjálp, sem það hafði veitt lienni hraðaði hún sér lieim í kofa sinn. Þegar hún kom heim, fór hún að skoða þetta merkilega belti. Demantarnir, rúb- ínarnir og aðrir gimsteinar sem á því voru, lýstu svo í tunglsljósinu, að hún þurfti ekki að kveikja á litla lampanum sínum. Svo plokkaði hún hvern steininn eflir annan af beltinu. Og þegar þeir voru all- ir lausir dreifði hún þeim á gamla furu- trésborðið sitt og fór svo að sofa. Hún féll undir eins í fasta svefn og dreymdi, eins og síðustu nótt, Sigurð kon- ung. Hann kom á móti henni í hallar- garðinum og gat nú gengið beinn og höfð- inglegur, án þess að hafa liækjur. Hann rétti henni höndina, leiddi hana inn í konungssalinn og setti þar á liöfuð henn- ar skínandi gullkórónu. Svo hvarf hann og hún var aftur í fátæklegu stofunni sinni, þar sem demantarnir af beltinu glitruðu á borðinu hjá henni. En þegar liún fór að veita þeim ná- kvæma eftirtekt, sá hún, að það voru ekki gimsteinar, lieldur voru það agnar- litlir, ákaflega fallegir blómaálfar. Nokkr- ir þeirra voru bláklæddir. Þeir liöfðu áð- ur verið safírar. Aðrir voru gulir og rauð- ir. Þeir liöfðu verið tópasar og rúbínar. Og enn aðrir voru snjóhvítir, og þeir höfðu verið demantar. Einn þessara indælu blómaálfa kom nú til Valgerðar og sagði: „Þegar þú vaknar og hugur þinn er orðinn skýr, þá skaltu taka alla stein- ana af borðinu og sá þeim í garð kon- ungsins, eins og þú sáir blómafræi á liverju vori. Og þegar blómin eru vaxin, muntu finna daggardropa í hverri blóma- krónu. Þá tekur þú og safnar í kristals- skál. Ur þeim blandar þii svo áburð, sem þú gefur kónginum til að bera á fótinn. Mun þá allur krankleiki hans hverfa og liann fá fullan bata‘\ Þegar litli blómálfurinn liafði lokið ræðu sinni. klöppuðu allir hinir álfarnir saman höndunum og þá vaknaði Val- gerður. Þegar dagur rann, voru allir þessir smá-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.