Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 22
62 LJÓSBERINN inn þeirra skerti eitt hár á höfði hans. Hann vann mest að kristniboði á Suður- Jótlandi og stofnaði kristinn söfnuð í Heiðabæ. En óragur var hann líka að takast langar og hættulegar ferðir á hend- ur og þar á meðal til Svíþjóðar. Þar tókst honum að stofna kristinn söfnuð á Bjark- ey í Leginum. Eins og vænta mátti, studdu þeir keis- arinn og páfi Ansgar í postulastarfi hans, þar sem honum varð þegar svo vel ágengt. Hann var nefndur; til erkibiskups í Ham- borg og kristniboð í Danmörku og Sví- þjóð var honum falið á hendur. Þó er hitt enn merkilegra, að Hárekur Dana- konungur tók Ansgar undir sína vernd og veitti honum fullt frelsi til að boða kristni í öllu ríki sínu og gera kirkju í Heiðabæ. Það var fyrsta kristna kirkju- húsið, sem gert var í Danmörku. Hárekur konungur lilýddi gjarna á orð Ansgars og þótti fögnuður að heyra boð- skap hans. Og það sagði konungur, að aldrei hefði liann hitt jafngóðan mann eða fundið slíka ráðvendni hjá nokkrum manni. En kynleg hlýtur lieiðingjum hafa þótt framkoma Ansgars. Hann neitaði sér um allar nautnir og þægindi. Hann gekk í hærusekk á berum sér; ef fátækir áttu í hlut, voru þeim lieimilar eigur lians, eða ef kaupa skyldi bandingjum lausn. I lunderni og breytni þessa manns fundu heiðingjar það, sein þeir þekktu ekki áður. Þetta studdi að því, að þeir urðu fxisari til þess að ljá eyru orðuin lians, þegar hann fór hörðum orðum um syndina af helgri vandlætingu eða ljúf- legum orðum um kærleika Guðs. Framli. Biðjandi konungur Gústaf Adolf var frábær hershöfðingi. Hann var konungur Svía fyrir rúmlega fjóruin öldum (d. 1632). Á hverjum þeim degi er konungur var á herferðum, þá gekk hann inn í tjald sitt og dvaldi þar einsamall nokkrar stundir. Enginn vissi, hvað hann hafðist þar að, þangað til að einn herforingi hans, er átti brýnt erindi við liann, dirfðist að lyfta upp tjaldskör- inni til þess að vita, livort Iiann mætti ganga inn. IJann sá konunginn knéfall- andi og bað hann sem ákafast og var herforinginn þá að því kominn að hverfa aftur á brott; en konungurinn kallaði hann til baka og mælti: „Þig furðar á því að hitta mig í þess- um stellingum, þegar svo getur verið, að þúsundir þegna minna biðji knéfall- andi fyrir mér. Jæja, vertu þess fullviss, að enginn maður í heimi hefur jafnmikla þörf á að biðja fyrir sjálfum sér, eins og sá, sem ber ábyrgð fyrir Guði einum. Honum er meiri liætta búin af snörum djöfulsins en nokkrum manni öðrum“. Ef konungur, með alla byrði ríkisins á lierðum sér gat fundið tíma til að vera einn með Guði á liverjum degi, hversu miklu hægara ætti það ekki að vera fyr- ir hvern af oss að sjá um, að vér eigum oss „kyrrláta stund“ á degi hverjum? Neyttir þú „leyndardóms návistar hans“, í morgun? JESÚS SAGÐI: Sá, sem kannast við mig fyrir mönnunum, viö hann mun ég kannast fyrir fööum mínum í himnum. Matt. 10, 32.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.