Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 45 kvalafullur dauðdagi. Hjarta hennar var fullt af innilegustu meðaumkvun. Henni gat ekki hugsast neitt annað en það, hvort hún gæti nokkuð hjálpað honum, hugg- að liann, sýnt honum, að hér væri þó stúlka, sem kenndi til með honum, af því að hann ætti svo bágt. Allt í einu datt henni í hug leirbrús- inn, sem amma liennar álti fullan af dá- samlegri lyfjablöndu, sem linað gat allar - þjáningar. Hún hljóp inn í húsið til að finna brúsann; amma var ekki lieima; hún var farin til fjalla að tína grös, grös, sem átti að tína um sólaruppkomu; ann- ars voru þau kraftlaus. En Júdit vissi samt, hvar brúsinn stóð. Hún tók hann og hellti litlu af innihaldinu í lítinn bik- ar úr gulum skínandi málmi, sem stóð á hyllunni við hliðina á brúsanum, svo hljóp hún með bikarinn í hendinni út á götuna. Hermennirnir voru nú komnir fast að húsinu liennar og rétt í því er veslings bandingjann bar þar að sem Júdit beið, féll hann á kné og stundi þungan. Einn af hermönnunum hóf þegar spjótskaft á loft og ýtti við honum, sem hnigið hafði undir hinum þunga krossi, sem lagður hafði verið á herðar honum. En í sömu svifum hljóp lítil stúlka inn á milli her- mannanna og þangað, sem bandinginn var. Það var Júdit. Hún rétti að honum litla, gula máhnbikarinn og sagði: «Drekktu þetta, þá finnur þú ekki til neinna kvala framar“. Fanginn hóf upp höfuðið og leit á hana. Þá fann Júdit til undursamlegrar sorgar og gleði, sem fór sívaxandi, þang- að til það fyllti allan huga liennar. Aldrei hafði hún séð svo mild og fögur augu; T)orDí§ur Ég elska, elska þig, ylríka vor, þitt inndœla ■ sólskin þín blómstrandi spor. Þú yrkir svo háfleyg og hrífandi Ijóð og hvetur til manndáSar sveina og fljóS. Þú barnanna gullöld í bœ og í sveit, þín blómdögg er lífgandi, sól þín er heit. Þá leika sér börnin um laufgróin völl, en Ijósálfar dansa um hlíSar og fjöll. O, sœlt er aS liorfa þau sólarbörn á — þeir dansa viS lindir og dalablóm smá. Þeir dansa við börnin í byggðum vors lands, þeir bjóSa þeim upp — það er œskunnar dans. B. J. hún-féll á kné sín bæði með framréltan bikarinn í hendinni. Og sjá, bikarinn breyttist allt í einu í hendi hennar í stórt blóm, með gullinn bikar, sem glóði í sól- skininu. Hún stóð á fætur utan við sig, en nú litu hin undursamlegu augu ekki á liana framar, en bandinginn stóð á fætur með byrði sína og hélt áfram, en umhverfis hann lieyrðist lirópað: „Kross- festu hann, krossfestu hann“. Þegar lier- sveitin hvarf, stóð Júdit ein úti á miðri götu, liélt á blóminu í hendinni er glóði eins og gull. Og svona glóir það enn í dag. Þið þekkið það öll. Við köllum það páskalilju. Hún minnir á Frelsarann, er fyrir mörgum, mörgum árum bar kross- inn til Golgata.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.