Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 20
60 LJÓSBERINN Ur sögu kristniboðsins VII. Farðu til heiðingjanna! Ansgar hugsaði snemma alvarlega, eins og sjá má af draiunum þeim, er hann tlreymdi í bernsku og æsku. Þegar liann var 12 ára, gekk hann í klaustur til að lifa þar munkalifnaði. En þá náði hálf- velgjan aftur nokkrum tökum á honum; áhugi hans dofnaði. En þá barst honum einu sinni sú fregn til eyrna, að Karl keisari hinn mikli væri dáinn. Þann þjóð- höfðingja liafði hann einu sinni séð í allri sinni dýrð og veldi. Þessi fregn fékk svo á hann, að hann varpaði frá sér léttúð og gaf sig Guði af öllu hjarta. Eftir þetta varð hann kennari við klausturskólann. Þar baðst hann fyrir kvölds og morgna í bænhúsinu. Eina nótt dreymdi hann, að liann þótt- ist ganga í bænhúsið til að biðjast fyrir. En er hann stóð upp frá bæninni, þótti honum maður koma inn úr dyrunum, liár vexti, búinn eins og Gyðingur, fríður sýnum; þótti honum guðleg dýrð skína úr augum hans sem eldslogi. Jafnskjótt sem liann sá manninn, þótt- ist hann vita, að þetta væri Drottinn Jesús Kristur; hljóp hann þá til hans og féll honum til fóta. Maðurinn bauð honum að rísa á fætur. Ansgar gerði sem hann bauð, en ekki þoldi liann að horfa í augu honum, sakir hins mikla dýrðarljóma, sem brann úr augum hans. En maðurinn ávarpaði hann ástúðlega og mælti: „Ját- aðu fyrir mér yfirsjónir þínar, svo að þú megir réttlættur verða“. Ansgar játaði þá fyrir honrnn allar þær syndir, sem hann hafði drýgt frá bernsku og féll síðan biðjandi á kné fyrir hon- um. En Frelsarinn mælti: „Óttastu ekki, það er ég, sem afrnái yfirsjónir þínar“. Að svo mæltu hvarf maðurinn. Ansgar vaknaði endurnærður í huga og hjarta af fullvissunni um fyrirgefningu allra synda sinna. Seinna dreymdi liann annan draum og var þá sama fyrirheitið ítrekað við liann og honum jafnframt gefin þessi fyrir- skipun: „Farðu til heiðingjanna og boðaðu þeim orð Guðs“. VIII. Ansgar gerist kristniboði. Munkarnir höfðu stofnað nokkurs kon- ar útibú frá klaustxi sínu austur á Sax- landi. Þangað fluttist Ansgar. Það kom þá brátt í Ijós, að honum var óvenjulega sýnt um að tala við heiðingja á móður- máli þeirra. Þegar hann var seztur að í þessu nýja klausti-i, þá var það, að hann var spurður, hvort hann vildi fara með Ilaraldi Gormssyni Danakonungi, sem þá hafði nýlega tekið trú, til heiðingjanna í Danmöi-ku. Keisai-inn þorði ekki að láta Harald konung fara svo lieim í ríki sitt aftur, að hann fengi honum eigi klerk til fylgd-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.