Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 8
48 i L J ó SBERINN Gæsastúlkan ÆFINTÝRI Voldugur, ungur konungur reið einu sinni út í skóg. I fylgd með lionum voru margir skrautklæddir sveinar. Allir voru þeir klæddir í silfurbróderaðar kápur, og í hattinum höfðu þeir langar, hvítar fjaðr- ir. Kóngurinn var fríðari en allir hinir ungu mennirnir. Kápan hans var úr liá- rauðu flaueli, alsett ísaumuðum smá gull- kórónum. Og hatturinn, sem var hvítur, var skreyttur með löngum, svörtum fjöðr- um, sem voru festar með spennum úr grænum gimsteinum. Ungi kóngurinn var svo fallegur, að allar prinsessur heimsins dreymdi urn, að þær yrðu konan lians. En sjálfan hann dreymdi enga þeirra. Hann hugsaði yfirleitt alls ekkert um að gifta sig. Þennan dag var hann í verulega góðu skapi, og honum datt alls ekki í hug, að það gæti komið nokkurt óhapp fyrir sig. En þá varð hann einmitt fyrir miklu óhappi. Hann mætti gamalli konu á veginum, sem æddi áfram framan við hestinn hans, og hún var svo ljót, að hesturinn fældist. Kóngurinn missti allt vald á hestinum og datt seinast af baki og lenti á tré og brotnaði um annan öklann, svo að hann gat ekki stigið í fótinn. Sveinar lians báru hann á börum heim í höllina og líflæknir lians var sóttur. En hann gat ekki læknað beinbrotið. Það hlaut að vera eitthvað óeðlilegt brot, því ekkert af þessum algengu meðulum gat læknað hann, sagði liann. Þá lét kóngurinn sækja alla aðra lækna, sem til voru í landinu, en enginn þeirra gat hjálpað honum. Þá sendi hann eftir öllum spákonum í ríkinu. En ráð þeirra hjálpuðu heldur ekki. Þegar hvorki læknar eða spákonur gátu grætt fótbrot hans, lét hann flytja sig til allra heilsubrunna í ríkinu. En þegar það dugði lieldur ekki, varð liann ákaflega sorgmæddur. Hann syrgði og syrgði, og allt fólkið í landinu syrgði með honum, því öllum þegnunum þótti vænt um hann. En nú er bezt að allir fái að vita það, að kóng- urinn hét Sigurður, og hann var ákaflega góður maður. Ein ung stúlka var það sem syrgði hann meira en nokkur annar. Og það var stúlk- an, sem gætti gæsanna lians. Ilún var lang fallegasta stúlkan í öllu ríkinu. En hún átti hvorki föður eða móð- ur, og heldur elcki nokkra frændur. Og hún var svo ákaflega fátæk. Menn vissu, að kóngurinn liafði oft séð hana, og menn sögðu, að hann mundi víst heldur vilja fá liana fyrir konu lieldur en nokkra af liinum fínu og göfugu prinsessum, sem allar vildu fá liann. En liann vissi, að kóngur gæti ekki tekið fátæka gæsastúlku fyrir drottningu, og þess vegna talaði hann ekki um það við nokkurn mann. Valgerður hét hún þessi fallega, litla gæsastúlka. Og liún elskaði kónginn af öllu lijarta. En liún talaði heldur ekki um það við nokkurn mann og geymdi það

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.