Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 27
LJÓSBERIN N 67 trúboði til Kína. Eftir langa umbugsun ákvað Barnardo að taka tilboðinu. Fyrir peninga þessa og nokkrar aðrar upphæð- ir, sem honum hafði áskoínast, keypti liann húsið númer 18 við Stephney Cause- way. Þar stofnaði hann heimili fyrir fá- tæk börn og heimilislaus börn. Barna- heimili þetta varð síðar frægt víða um heim. Jim hafði fengið góða atvinnu. Hann var nefnilega orðinn skóburstari. í þá daga var til félagsskapur, sem sendi drengi um götur Lundúnaborgar til þess að bursta skó manna. Það var Barnardo, sem hafði komið Jim og nokkrum fleiri drengjum í þessa atvinnu. Á hverjum morgni mættu þeir á skrifstofu félags- ins, er þeir unnu hjá. Þar var þeim feng- inn lítill kassi og stóll. I kassanum voru skóáburður, skóburstar og klútar. Hverj- um dreng var sagt að fara á einhvern ákveðinn stað, t. d. nálægt brautarstöð, kirkju, sjúkrahúsi eða til annars staðar, þar sem mikil umferð var í grennd. Og nú var mn að gera að ná í sem flesta við- skiptavini. Jim gekk vel. Svipur hans var hreinn og bjartur og það voru alls ekki svo fáir, sem settust á stólinn hjá honum, lögðu fæturna upp á hallt kassa- lokið og létu Jim bursta skóna sína. Eftir vinnutíma gekk Jim oft um götur borgarinnar með Barnardo, þar sem þeir svipuðust um eftir óhamingjusömum börnum. Barnardo sagði oftar en einu sinni: „Hvernig hefði ég farið að án þinn- ar aðstoðar? Þú, sem þekkir öll fylgsnin“. Á einu slíku ferðalagi rakst Jim á „Gul- i’ótina“ aftur. „Gulrótin“ og félagar hans héldu sig undir Thamsárbrúnum og á hafnarsvæðunum þar í grennd. Eins og vanalega sváfu drengirnir undir segldúk, það var aðeins fyrirheiiið imi nokkra aura, sem kom þeim til að sýna andlit sín. Þarna fann Barnardo fimm foreldralausa drengi, sem hann tók á barnaheimili sitt. „Gulrótin“ vildi fara líka. Barnardo gat ekki tekið hann eins og á stóð, en lofaði lionum rúmi á heimilinu eftir nokkrar vikur. Það bar til nokkrum dögum seinna, að hafnarverkamenn voru að vinna hjá felustað drengjanna. Þeir tóku tunnu, er virtist vera tóm, og veltu lienni á stað. En allt í einu kom lítill ,,götuflakkai'i“ í ljós út úr tuiinunni. Tunnan liafði verið heimili hans. Verkamennirnir veltu nú tunnunni áfram, en þeim fannst liún samt nokkuð þung, til þess að geta verið tóm. Þegar þeir ætluðu að fara að aðgæta bet- ur kom annar náungi skoppandi út úr tunnunni. En liann var liðið lík. Dreng- ur þessi var auðþekktur. Enginn var eins ljótur og hann, og enginn hafði eins mik- inn og úfinn hárlubba og jafn margar freknur. Þetta var „Gulrótin“. Hann hafði soltið og frosið í hel. Vesalings „Gulrótin“. I kringmn litla magra líkið safnaðist hópur af „götuflökkurum“. Þessir marg- reyndu drengir, sem voru hertir í átök- um lífsins, grétu í hljóði yfir hinrnn fallna félaga. XXVI. „Bavnaráni'S“. Á þeim dögum, sem sagan gerist, litu menn á börn, eins og hvern annan hlut, sem foreldrarnir ættu. Það var alls ekki óalgengt, að foreldrar seldu börn sín eða

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.