Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 24
64 LJ Ó SBERINN í fylkingu. Drengirnir fóru á undan inn í veitingasalinn glaðir og ánægðir yfir góðgerðunum, sem þeir áttu í vændum. Gestgjafinn, Dick Fishei’, fékk nóg að starfa. Þegar hann heyrði, hver ætlaði að greiða reikninginn, og hvaðan börnin komu, gaf liann skipun um að smyrja þykkar og góðar brauðsneiðar og hita fyrsta flokks tevatn. Allur þessi matur hvarf eins og dögg fyrir sólu, og það leið góð stund, unz allir voru orðnir mettir. Veitingamaðurinn víxlaði peningaseðli í smátt, og hvert barn fékk eina krónu. Börnin hrópuðu húrra, svo að glugga- rúðurnar skulfu. Þvílíkrar veizlu höfðu þau aldrei notið fyrr. Shaftesbury lávarður stóð með tárin í augunum og virti fyrir sér þennan stóra hóp „götuflakkara“. Hann bað börnin að hitta sig eftir nokkra daga, þá skyldi hann reyna að hjálpa þeim, Þegar reikningurinn liafði verið greidd- ur, og mennirnir sneru áleiðis til v»gn- anna, gekk Shaftesbury Jávarður til Barn- ardos, tók í hönd hans og mælti: „Þetta skal öll London fá að vita! Guð blessi yður“. XXIV. „Mjallahvít“ lök. Víðsvegar í götum fátækrahverfisins voru leigð ódýr herbergi, þar sem heim- ilislausir menn gátu fengið næturgist- ingu fyrir nokkra aura. Gististaðir þessir voru auðþekktir, því að kámugar rúð- urnar voru venjulega þaktar með gulleit- um pappír. Barnardo vissi auðvitað vel um þessi leiguherbergi. Hann kom þangað oft í þeim tilgangi að veita hinum heimilis- lausu mönnum, sem neyddust til að gista þarna, liðsinni sitt. En heimsóknir lians voru alltaf að degi til. Hann liafði ekki ennþá sofið í neinu af þessum herbergj- um. En hann langaði til að gera það einhvern tíma og fá þannig vissu um, livort herbergin væru eins afleit og af var látið. Dag nokkurn ræddi hann um þetta við Jim. Jim sagðist vita af prýðisgóðum lierbergjum. Það var á gististað, sem að- eins þeir komu á, er unnu sér inn tals- verða peninga. Já, þetta leit ekki illa út, og þó---. Jim bað um leyfi að fá að koma með. „Þetta er áreiðanlega góður staður. Og svo ei'u þar mjallahvít lök“. Barnardo lét undan. En það voru ýms- ir erfiðleikar á vegi hans. Það voru nú t. d. fötin. Barnardo átti ekki svo léleg föt, að hann gæti látið sjá sig á gististöð- um fátæklinganna. Að lokum fékk hann föt, sem umrenningur hafði átt. En sá var ljóður á gjöf Njarðar, að lýsnar skriðu um fötin í tugatali. En Barnardo fannst ekki árennilegt að klæðast slíkum bún- ingi. Þá voru fötin brotin saman og sett inn í heitan brauðofn, og eftir skamma stund voru allar lýsnar dauðar. Síðan klæddist Barnardo þessum fatagörmum. Þau voru mátlega stór honum, en hann leit skringilega út í þeim, og Jim gat ekki varizt lilátri. „Þetta dugar ekki“, mælti hann. „Hvers vegna?“ „Það eru gleraugun“, sagði Jim hlæj- andi. „I gistihúsinu kemur aldrei fólk með svona falleg gleraugu. Og svo kem- ur þangað enginn rakaður“. Barnardo varð að bíða nokkra daga

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.