Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 18
LJÓSBERINN „Kæri kóngur!“ sagði hún. „Ég óska þess að fá að sjá þig heilbrigðan aftur. Þess vegna bið ég þig að taka við þessrnn vökva og bera á þinn veika fót. Það eru daggardropar, sem ég bef safnað samn f vissum blómakrónum. Og þeir munu gera þig fullkomlega heilbrigðan“. Hirðmenn konungs hlóu og sögðu: „Heldur bún, þessi einfalda gæsastelpa, að bún geti læknað kónginn, þar sem enginn af binum lærðustu læknum eða vitrustu spekingum liefur megnað að veita bonum nokkra bjálp“. En kóngurinn ávítaði þá harðlega. Hann tók gullskóinn af veika fætinum og rétti hann að litlu gæsastúlkunni Valgerður nuddaði vökvanum um fót- inn og á sömu stundu fann kóngurinn, að verkurinn bvarf. Hann reyndi svo að stíga í fótinn. Og til mikillar gleði fyrir Valgerði sá hún, að hann stóð stöðugur og styrkur eins og hann hefði aldrei fund- ið til neins krankleika. Þá vék kóngur sér að Valgerði, tók hana og setti við hlið sér í hásætið og sagði svo hátt, að öll hirðin lieyrði: „Elskulega litla brúður!“ Svo lét liann hana segja sér, hvernig hún liefði fundið þetta ágæta undrameðal. Og hún sagði honurn alla söguna, eins og hún var, og dró ekki eitt einasta atvil^ undan. Þá skipaði kóngurinn mönnum sínum að rannsaka dýrgripa safnið, og það kom í Ijós, að Ijónið var farið og kistan var tóm. Þá urðu hinir vantrúuðustu hirðmenn að viðurkenna, að gæsastúlkan hafði sagt satt. Auðvitað var fólkið óánægt með það, að þessi fátæka gæsastúlka yrði drottn- ing þeirra, en það varð að sætta sig við það. Og seinna voru menn mjög glaðir og óskuðu þeirri manneskju alls góðs, sem hafði frelsað kónginn úr álögum, kóng- inn, sem allir í landinu elskuðu. Og svo var haldið veglegt brúðkaup, og fátæka gæsastúlkan varð drottning landsins. Og fólk varð að viðurkenna það, að aldrei liafði verið svona góð drottning í landinu. En það var eitt sem allir undruðust. Það var auðvitað ræktað eins og áður, feiknin öll af melónum og greskeri í jurtagarði kóngsins. En það var látið standa engum til gagns. Og melónur og grasker sást aldrei á liinu konunglega mat- borði. Drottningin vildi ekki, að sínir kæru litlu vinir þyrftu að flytja úr bústöðum sínrnn að nauðsynjalausu. En hvort þeir gerðu það sín vegna, að flytja inn í hlýj- una í vermihúsinu, vissi hún ekki. Hún sá þá aldrei framar. Of sein á biblíulestur. Alltaf tíminn áfram fer, afsakiS, hva'ö sein ég er, Jesús bíöur jafnan hér. Ég var nú aö þjóna mér. M. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.