Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 59 „SAMA OG ÞÚ" Pési var fyrirtaks drengur, þótt hann hefði þann leiða galla að vera stríðinn. Móðir hans reyndi mikið til að venja liann af þessu, sem hann virtist hafa unun af, en það gekk hálf-illa. Pésa langaði mjög til að eignast lítinn hvolp, svo móðir hans keypti hann handa lionum með þeim skilyrðum, að liann hætti allri stríðni. Hann lofaði því, ef hann mætti ráða nafni hvolpsins. Hon- um var leyft það. Skömmu eftir að Pési hafði eignast hvolpinn kom pósturinn heim til lians með böggul. Móðir Pésa fór til dyra, og hann kom á eftir með hvolpinn í fanginu. Er móðir lians hafði opnað dyrnar og tek- ið við bögglinum, sagði póstþjónninn og henti á hvolpinn: „Hvað heitir liann, greyið?“ Pési lét ekki standa á svari frá sér: „Hann lieitir „Sama-og-þú““. Póstþjónninn rak upp stór augu er hann heyrði svarið og gekk móðgaður á burt, áður en móðir Pésa gafst tími til að bera fram afsökun á framferði lians. Er póstþjónninn var farinn spurði hún Pésa: „Hví sagðir þú þetta, þegar hann spurði þig, hvað hundurinn liéti? Varstu ekki búinn að lofa, að hætta allri stríðni ?“ „Jú, en ég var ekkert að stríða honum“. „En hví svaraðir þú þá þannig?“ „Nú, hvað átti ég að segja?“ „Þú áttir auðvitað að segja, að það væri ekki búið að gefa honum nafn“. „En þá hefði ég skrökvað, vegna þess að ég er búinn að því. Ég gerði það áðan“. „Og hvað heitir hann?“ „Sama-og-þú“, svaraði Pési. GLEÐIN ER GJÖF Gleðin hjá Jesá hún gefin er mér, get ég ei lízt því, hve fögnr hún er, hógvœr og létt, því (iö helgun hún ber; þáö er svo guödómleg gjöf handa mér. Kór: Gleöin hún er gjöf handa mér, gjöf handa mér, gjöf lianda mér. Þegar hjá Jesú ég frelsi mitt fann, þaö var mér gjóf, eilíf gjöf handa mér. Kristur hann segir: „O, kom þú til mín, kvittaö ég hefi öll afbrotin þín“. Astúö og hlýja úr augum hans skín; þaö er svo guödómleg gjöf handa mér. Bœnin er lykill, sem býöur mér heim; bjart er aö bera í sölunum þeim. Sóngva ég heyri meö sigrandi hreim; þaö er svo guödómleg gjöf lianda mér. Frelsarinn góöi hann fyrir mig dó, finn ég í nálœgö lians gleöi og ró, ást ham og kœrleikur er mér því nóg; þaö er svo guödómleg gjöf handa mér. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. Gleöi heimsins galar hátt, geymir strengi fína. Ljósberi, þú Ijóöiö mátt litlum börnum sýna. M. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.