Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN 53 mikil freisting fyrir fátæka gæsastúlku að sjá alla þessa gimsteina, sem greiptir voru inn í stærðar gull- og silfurkör, sem við tunglskinið sló á grænum gljáa. En Valgerður skeytti engu um allt það skraut, því hún hugsaði ekki um annað en áform sitt, að ná í beltið. Hún hélt því áfram að sterku járngrindinni, þar sem kistan og ljónið áttu að vera geymd á bak við. Þegar hún nálgaðist grindina, opnaðist bún af sjálfu sér. Og hún sá, að við kist- una stóð ekki gráðugt ljón, heldur ljóm- andi fallegt og meinlaust rádýr, sem horfði á Iiana með blíðum augum. Val- gerður klappaði dýrinu, og stakk svo gull- lyklinum í skrána, og lokið opnaðist með það sama. En nú varð veslings Valgerður verulega lirædd. I kistunni sá hún ekki beltið,' heldur lá þar voðalega ljót kerl- ingarnorn, og hún hafði aldrei á ævi sinni séð jafn ljóta sjón. Valgerður varð svo hrædd, að það lá við, að hún ræki upp hljóð. En á sama augnabliki mundi liún eftir því, að hún mátti ekki liljóða. En það var auðsjáanlega það, sem nornin ætlaðist til. Hún beit því á jaxlinn og harkaði af sér. Nornin var alveg liræði- leg. Hún var með eirrautt hárstrý, nefið var mjótt og blátt og bogið upp á við eins og krókur. Og hún hafði líka langt eir- rautt yfirskegg. Kinnarnar voru kopar- rauðar, og augun græn og starandi. Þegar nornin hafði starað á Valgerði um stund, stökk hún upp úr kistunni, og steitti krepptar krumlurnar með löngum og krókbognum nöglum að henni. Þá varð Valgerður aftur svo hrædd, að lienni lá við yfirliði. En þá minntist hún veika hóngsins og liinna litlu melónustúlkna og aðvarana þeirra, og stóð nú eins og hetja frammi fyrir norninni. Hún vék aðeins undan hinum hræðilegu krumlum og studdi sig upp við rádýrið. En dýrið breyttist þá á svipstundu í Ijón, sem réð- ist öskrandi á móti norninni. Og þá varð nornin svo ákaflega hrædd, að hún flúði upp um reykháfinn og sást ekki meir. Þá breyttist ljónið aftur í hið blíða rádýr, sem nú sleikti hendurnar á Val- gerði. Og þá fékk hún aftur svo mikinn kjark, að hún vék sér aftur að kistunni. Og nú sá hún glansa á nokkurn hluta af beltinu. En ofan á því lá heil hrúga af smásnákum, sem allir teygðu upp liaus- inn og gláptu á Valgerði, og þetta voru allt saman eitursnákar. I þetta sinn varð Valgerður svo hrædd, að henni lá við að reka upp hljóð. En hún þvingaði sig til að láta ekki lieyra til sín, en leit -bænaraug- um til rádýrsins, eins og hún vonaðist þar eftir lijálp. En nú var rádýrið horfið, en í þess stað stóð þar risastorkur, sem tíndi alla snákana með sínu langa nefi, og gleypti þá alla saman. Strax og það var búið, breyttist hann aftur í rádýr. Og það leit vinalega til Valgerðar og sagði: „Nix hef ég þrisvar sinnum tekið liam- skipti, og fæ nú í einn klukkutíma að tala mannamál. Og nú fæ ég aftur frí og frjáls að yfirgefa þetta búr, og aftur að ferðast um liina indælu, grænu skóga. Það eru þau laun, sem ég fæ fyrír að háfa notið þeirrar ánægju að lijálpa þér í þínu göfuga hlutverki fyrir kærleikann. Þennan tíma, sem ég fæ að nota málið, ætla ég að nota til þess að gefa þér nokk- ur góð ráð. Kæra litla Valgerður! Eg veit hvers vegna þú ert hér. I alla nótt heyrði ég livíslað og livíslað niðri í kist- unni. Það voru blómaálfarnir, sem vissu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.