Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN
47
Þetta var reyndar móðurbróðir drengs-
ins, en hann var vesæll drykkjuræfill,
sem ól aldur sinn á knæpunni, að lieita
mátti.
„Þakka þér fyrir, frændi, mér líður
ágætlega. En ég verð að flýta mér heim,
því að Ellen er veik“.
„Er hún veik? Ilvað gengur að henni?
Þú ættir þó ekki að þurfa að hlaupa svona
frá honum frænda þínum, það er ekki
svo oft sem þú hittir hann. Þú ert blár
í gegn af kulda, drengur! — Komdu inn
og ég skal gefa þér „einn Iítinn“, svo að
þér hlýni ofurlítið“.
Maðurinn bauð þetta ekki beinlínis í
illum tilgangi, en James hristi liöfuðið.
Hann vildi flýta sér heim til systur sinn-
ar, og hann hafði lofað henni því að
bragða aldrei áfenga drykki, sem höfðu
orðið móður þeirra að falli og eyðilegg-
ingu.
En James var ekki eins stöðuglyndur
og Ellen, sem hafði lært í sunnudagaskól-
anum að ganga á vegum Drottins. Það
var kuldahrollur í veslings drengnum, svo
að liann lét undan freistingunni eftir dá-
litla umhugsun og fór inn í knæpuna.
Þegar liann kom þaðan út aftur var
komið myrkur. Hann svimaði og leið illa
og þar á ofan var verzlunarhagnaður hans
þenna dag minnkaður uin helming.
Hann reikaði þannig á sig kominn um
tiokkrar götur, þangað til þreytan yfir-
bugaði liann vegna þess, live hann var
ovanur að neyta áfengis. Hann settist á
dyraþrep nokkur er fyrir honum urðu
°g þá tók samvizkan að ákæra liann harð-
^ga fyrir að hafa látið léttúðina koma
§or til að eyða fé sínu og láta systur sína
vsenta sín allan daginn til einskis.
Loks sofnaði hann þarna, sem hann
var kominn og vaknaði ekki fyrr en langt
var liðið á nóttina. Regnið streymdi nið-
ur úr loftinu og hann var stirðnaður af
kulda. Hann lierti sig samt sem áður upp
og flýtti sér eins og stirðnaðir fætur hans
leyfðu heim til fátæklegs heimkynnis síns.
Hann opnaði dyrnar gætilega.
„Ellen!“ kallaði liann.
„Hún sefur!“ liugsaði hann,með sér
og leitaði að eldspýtum.
Svo kallaði hann aftur til systur sinn-
ar, en árangurslaust; allt var liljótt og
kyrrt.
Hann gekk þá að rúmi systur sinnar,
en rak þá upp óp og lirökk aftur á bak.
— Ellen var dáin.
Þetta var hræðilegt áfall fyrir dreng-
inn. Ofan á sorgina yfir því, að systir
lians hafði dáið þarna ein og yfirgefin
vegna léttúðar lians, bættist sárt sam-
vizkubitið út af því, að hann á þessari
síðustu stundu liafði svikið loforðið, sem
hann liafði gefið henni um að bragða
aldrei áfengan drykk. Honum var næst-
um ómögulegt að jafna sig. Hann ásakaði
sjálfan sig harðlega fyrir léttúð sína og
fékk slíkan viðbjóð á áfengum drykkjmn,
að hann hét því á þessari stundu í annað
sinn liátíðlega, og nú frammi fyrir aug-
liti Guðs, að liann skyldi aldrei bragða
dropa af áfengi, og það heit hélt James
trúlega.
Presturinn, sem hafði þekkt Ellen,
veitti lionum þá aðstoð sem hann gat,
og leiddi hann til Jesú, sem hefur vald
til að hreinsa af allri synd.
Þessi maður kom honum líka í fasta
stöðu og James óx upp þannig og varð
iðinn og dugandi maður. Sj. J.