Ljósberinn - 01.06.1952, Page 21

Ljósberinn - 01.06.1952, Page 21
LJDSBERINN 69 Kanntu vel Biblíusögur? 1. Hvernig er fjórða boðorðið? 2. Hvað þýðir orðið Biblía? 3. Hver ætli hafi skrifað Postulasöguna? 4. Hverjir af postulum Jesú voru fyrstir settir í fangelsi? 5. Hver var fyrsta borgin í Evrópu, sem Páll postuli starfaði i? Þekkirðu landið þitt? 1. Hvað heitir fjörðurinn, sem Reykjavik stendur við? 2. Hvaða 6 stórár er farið yfir á landleiðinni frá Reykjavík til Akureyrar? 3. Hverjir eru 3 stærstu skógar á íslandi? 4. Hverjir eru 3 stærstu jöklar á íslandi? 5. Hver er lengsti fjörður á íslandi? Raðaðu 10 peningum í þríhyrning á borðið, eins og myndin sýnir. Geturðu nú fært til 3 af peningunum þannig, að þríhyrningurinn snú- ist við, mjórri endinn vísi niður? Rökfrœði: Geturðu sannað, að einn köttur hafi þrjú skott? Hver var það? Gísli kemur inn til Sveins og sér þar mynd af ungum manni á veggnum. Hann spyr, hver þetta sé. Sveinn svarar: Faðir þessa manns var einka- sonur föður míns. Hver var maðurinn? Á rjúpnaveiðum: 5 veiðimenn skjóta 5 rjúpur á 5 mínútum. Hve marga veiðimenn þarf þá til að skjóta 100 rjúpur á 100 mínútum? Stafaþraut: IxxxMxxDxR xIxxLxS GxxMxxDxR xIxHxxLxUR xRxGxxMxR RxxHxxÐxR Settu rétta stafi í stað x-anna, og þá koma fram 6 mannanöfn. Sé rétt raðað, mynda upp- hafsstafirnir sjöunda nafnið. XJppfinningamenn: Við höfum komist yfir lista yfir nokkrar frægar uppfinningar og þá menn, sem fundu þær upp. En því miður hafa nöfnin ruglazt svo, að ómögulegt er að sjá, hver fann hvað. Getur þú nú ekki hjálpað okkur og fundið út hvaða uppfinningamaður á hverja þeirra uppfinn- inga, sem hér eru taldar: 1. Gufuvélin 2. Prentlistin 3. Púðrið 4. Sjónaukinn 5. Kvikmyndavélin 6. Flugvélin 7. Loftskeytin 8. Penicillin 9. Sjónvarpið 10. Aureomycin Eldspýtnaþraut: Raðaðu 60 eldspýtum þannig, að þær myndi 25 litla ferhyrninga eins og myndin sýnir. Taktu nú burtu 28 eldspýtur þannig, að þær 32, sem eftir eru, myndi aðeins 5 litla ferhyrninga og einn stóran (níu sinnum stærri en hina). Úraþraut: Skiptu úrskífunni í 6 reiti þannig, að tvær tölur komi í hvern, er samanlagðar séu allar jafnar. Reikningsþraut: 123456789 = 100 + + "T- -T" Settu reikningsmerkin þar, sem við á svo að útkoman verði rétt. Geturðu lokið því á 5 mínútum? Gáta: Ég er á nema skaft og skott, skrautlega búin stundum; engri skepnu gjöri gott og geng í lið með hundum. Svör á bls. 70. Edison Nipkow Galilei Wright Flemming Gutenberg Dugger Schwarz Marconi Watt

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.