Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 13
[VAKA
VILJINN <)(i VERKIÐ.
267
minna í draumum. Alll þetta gerir ljóðlistinni erfiðara
uppdráttar. Mönnum finnast þessi ungu ljóðskáld standa
utan við lífið og baráttuna, finnast þau
.. kveða í kyrrum skógi
kjaftæði sitt um eklci neitt —
eins og Sigurður Breiðfjörð kvað um Eggert glóa. Það
er ekki laust við, að ungur maður i'ái hálfgert óorð á
sig nú á dögum l'yrir að braska í því að gefa út ljóða-
kver og fá kunningja sinn til þess að skrifa um það lof-
grein í \rísi.
Vafalaust finnst ungu skáldunum sjálfum þetta inis-
skilningur og ranglæti. Þeir líta á sig sem frumherja
nýrrar, Ijóðrænnar stefnu í íslenzkum kveðskap, stefnu,
sem hafi verið borin fyrir liorð öldum saman og þjóðin
kunni því ekki enn þá að meta. Þeir vitna vafalaust
margir í innhlásturinn, eins og kunningi minn, og trúa
honum hetur en sljóskyggnum almenningi, sem hefur
hugann lastán við jarðneska muni. Það væri betur, að
framtíðin rétti hlut þeirra. En eg efast um það. Vin-
sældir þær, sem þeir Davíð Stefánsson og Stefán frá
Hvítadal hlutu undir eins fyrir fyrstu bækur sínar,
henda ekki til þess, að þjóðin sé fráhverf Ijóðrænni list.
Hins vegar er hún ekki lengur svo lítilþæg, að hún taki
viljann fyrir verkið, nenni að læra og fara með al 11, sem
stuðlað er. Aðalsökin hlýtur að vera hjá ungu skáldun-
um sjálfum. Þá brestur tæki til þess að láta það i ljós,
sem fyrir þeiin vakir.
Og í þessu efni eru ljóðræn kvæði hin vandasömustu
viðfangs. Það er eins og þau heimti, að sem minnst sé
fyrir þeim haft. Það virðist ótrúlega miklu auðveldara
að yrkja kvæði eins og Bikarinn eftir Jóhann Sigurjóns-
sön en Útsæ eftir Einar Benediktsson. En það er ekki
svo í raun og veru. Til hvors tveggja þarf jafnmikið á
sinn hátt, og hvort tveggja er jafnfágætt. Það er sams
konar hlutfall og milli vatnslitamyndar, sem dregin er
upp á hálfri stundu, og olíumálverks, sein er mánaðar