Vaka - 01.12.1929, Side 17
f VAKA
YILM. JÓNSS.: LYFJAVERZL. Á ÍSLANDI.
271
1) íið almenningi sé tryggður svo greiður aðgangur að
nauðsynlegum lyfjúm sem verða má,
2) að lyfin séu ósvikin og svo vönduð og áreiðanlega
verkandi sein lyfjum er léð að vera,
3) að sem tryggilegast sé girt fyrir, að slys verði að
skakkt samsettum eða skakkt útilátnum lyfjum.
4) að lyfin séu hreinlega og smekkjega umbúin og
afgreidd,
5) að almenningur fái lyfin með sem lægstu verði,
eftir að séð hefir verið fyrir því, sem á undan er
talið.
Hvernig uppfjdlir nú lyfjaverzlunin á Islanc1'. þessi
skilyrði? ___________
Aður en ég leitasl við að svara þeirri spurningu, verð
ég að skýra lauslega fyrir lesandanum og bera saman
tvennskonar mismunandi fyrirkomulag á tilbúningi
lyfja, se.m nú ræður i veröldinni.
Annað fyrirkomulagið og hið eldra er það, að ein-
stalcir lyfsalar, sem uppfylla viss þekkingarskilyrði og
sitja svo víða sem þeir sjálfir telja sé lífvænlegt (þar
sem lvfjaverzlunin er i'rjáls t. d. á Englandi) eða heil-
brigðisstjórnirnar telja gerlegt og gagnlegt fyrir al-
menning (þar sem lyfsölurétturinn er takmarkaður,
svo sem á íslandi) afla sér vissra fyrirskipaðra lyfja-
efna og blanda síðan, húa lil og hluta í sundur öll
tíðkanleg lyf, að miklu leyti jafnóðum og þau eru af
þeim heimtuð.
Hitt fyrirkomulagið er nýrra, en ryður sér æ meira og
meira til rúm, að lyf eru blönduð, húin til og hlutað
sundur til afgreiðslu í sérstökum lyfjaverksmiðjum.
Fleygir þeim verksmiðjuiðnaði áfram með hverju ári,
og hafa sumar verksmiðjur og verzlunarhús náð svo
mikilli fullkomnun i þessari grein og aflað sér þeirrar
viðurkenrtingar, að hvarvetna um siðaðan heim er nafn
þeirra af læknuin og lyfjafræðingum talin fullgild trygg-