Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 22
VILM. JÓNSSON:
[vaka]
276
Þegar þetta er borið saman við það, hvernig einstakir
lyfsalar verða að vinná, er munurinn augljós og trygg-
ingin fyrir því, að þeirn ekki skeiki, harla lítil. Þeir eru
jafnvel vaktir upp að nóttu til, alla vega illa fyrir kall-
aðir, verða aleinir og á örstuttum tíma að setja saman
hin flóknustu lyf úr hinum hættulegustu efnum og hafa
engan tíma til né tök á að sannprófa samsetninguna.
Einmitt um það leyti, sem ég var í Hounslow, kom
i'yrir hryggilegur atburður í Lundúnum, sem varpaði
skýru ljósi á þann afskaplega mun, sem að þessu leyti
er á því tvennskonar starfsfyrirkomulagi, sem hér hefir
verið lýst. Hjón nokkur áttu þrjá drengi stálpaða, og
höfðu allir fengið lítilfjörlegan, venjulegan og algerlega
hættulausan hiiðkvilla. Einn dag tók móðirin sig til og
fór á alkunnan húðsjúkdómaspítala í Lundúnum, til
jiess að leita drengjunum lækningar. Hún fékk inntöku
handa þeim úr lyfjalnið eftir ávísun læknis á sjúkra-
luisinu. Næsta dag eða daginn þar á eftir voru allir
drengirnir dauðir. Það sannaðist fyrir réttvísinni, að
við lyfseðil læknisins var ekkert að athuga, en lyfsalinn
hafði, er hann reiknaði út samsetninguna, fært skakkt
kommu í lugabroti og látið tiu sinnum stærri skammt
af eitruðu efni, sem var aðalverkandi efni lyfsins, en til
var tekið, og var það nóg til þess að valda þessu stór-
kostlega slysi. Mér er ekki enn kunnugt um, hvaða dóm
jiessi vesalings lyi'sali fékk, en ég hefi séð ágrip af ræðu
þeirri, sem dómarinn hélt, er hann lagði málið fyrir
kviðinn og þótti hún mjög eftirtektarverð. Þar var i
rauninni af enskum dómara kveðinn upp áfellisdómur
vfir þessu úrelta starfsfyrirkomulagi. Hann afsakáði
lyfsalann mjög greinilega og lagði kviðinum ríkt á
hjarta að gæta þess vandlega, hve hræðilega auðvelt
Jiað væri, að láta sér verða á þessi mistök.
Eg veit, að seint verður hægt að koma í veg fyrir öll
misgrip í þessum el'niim, og að jafn vel slikt slys gæti
komið fyrir, þó að ekki væri um annað að ræða en að