Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 36
290
VILM. JÓNSSON:
vaka]
vörutegundir, bað annað þeirra (P. D. & Co.) mig að
minnast ekki á verðskrárverð þeirra í því sambandi og
stakk upp á 40% afslætti eða meiru. Því til staðfeslu
gerðu þau mér bæði málamyndartilboð um sölu á ýms-
um algengum lyfjuin, miðuð við slík viðskifti, og var
það verð langt fyrir neðan það, sein hér er greint. Eg
nefni til dæmis, að Parke, Davis & Co. bjóðast þá til að
selja 1000 aspíríntölur (0.50 grm.) á 8 sh. eða ekki
fullan eyri stykkið, að visu þá ekki i smábögglum, og
annað þar eftir.
Nú er þess enn að gæta, að bæði þessi firmu niunu
vera miklu kunnari að því að selja afar vandaðar vörur
en að bjóða þær við lágu verði. Og að minnsta kosti
annað þeirra (li. W. & Co.) gat þess hvað eftir annað
við mig, er við ræddum um þetla efni, að það kep’pti
alls ekki um lágt lyfjaverð. Var mér i Englandi bent á
þirðja firmað, sem talið var mjög áreiðanlegt, en mun
ódýrara en hin tvö, og munu brezkir læknar hafa einna
mest viðskifti við það. En mér vannst ekki tími lil að
kynna mér það nánar. Nú er verðlag í Englandi, eins
og kunnugt er, mjög hátt. Og' þykir mér því ekki ólík-
legt, að bæði í Frakklandi og Þýzkalandi og jafnvel
ekki sízt í Danmörku megi fá tilbúin verksiniðjulvf frá
ágætum verksmiðjum enn ódýrari en í Englandi. En
það hefi ég því miður ekki kynnt mér til neinnar lilítar.
Loks skal ég geta þess, að Parke, Davis á) Co>. bentu
mér góðfúslega á leið, er þeir töldu, að mundi draga
mjög verulega úr kostnaðinum við kaup á tilbúnum
verksmiðjulyfjum. Til lands eins og íslands sögðu þeir,
að óráðlegt væri að kaupa lyfin i smábögglum eða glös-
um, í ekki stærri skömintum en svo, að hæfilegir væri til
að afhenda sjúklingum i einu, nema hin sjaldgæfari
lyf, sem lítið er notað af. ÖII algengari lyfin væri rétt
að kaupa í stórum ílátum til heildsölu á íslandi, og lnin
síðan látin annast um sundurdeilingu þeirra, umbúðir
og áletrun í hendur smásölunum, læknum og lyfsölum