Vaka - 01.12.1929, Page 49
[ vaka]
JARÐARFÖRIN.
303
átti ennþá dálítinn tíma eí'tir, svo að ég fór að lesa aug-
lýsingu á gamalli sykurkassafjöl utan á einhverju skúr-
skrifli þarna rét hjá. Á hana var málað: „Nýr fiskur“,
ósköp álappalega. „Skelfing er nú dónalegt að hafa þetta,
svona illa málað, þarna rétt hjá húsinu“, hugsaði ég.
Svo gekk ég spölkorn upp á milli húsanna og svo kom
ég aftur og las aftur: „Nýr fiskur“, og þá var kominn
tími til að fara. Ég er búinn að gleyma því núna, hvort
ég fór lit um eystra sundið eða vestara sundið. Ég held,
að ég hafi farið út um eystra sundið.
Þegar ég kom út á götuna, fór ég að hugsa um, að
langt yrði nú að ganga þetta í kuldanum, og eiga svo
eftir að hlusta á einhverjar fjarskalegar málalengingar
niðri í kirkju (það hefir einu sinni liðið yfir mig í
kirkju við jarðarför) — og svo að norpa uppi í kirkju-
garði. Svo datl mér í hug, að kannske væri nú einhver
kunnugur þarna nálægt, til að ganga með mér til af-
þreyingar. Ég fór að skima í kringum mig með gætni,
gekk stundum hraðar en hinir og stundum hægar og lét
mig síga aftur úr lestinni. En þetta var til einskis: eng-
inn kunnugur og ekkert fallegt til þess að stöðva augað.
Ég leitaði alstaðar, og á endanum fann ég nokkuð, sem
hafði ofan af fyrir mér í bili. Það var hægri fóturinn á
konu, sem gekk á undan mér. Ég sá á honum svartan
hlett innan undir sokknum, rétt þar sem kálfinn er ný-
byrjaður að mjókka, innan fótar. líg horfði á þetta lengi
og var að íhuga, hvort það væri svört tuska eða mar-
hlettur, eða hvort hún gæti hafa hellt ofan á sig bleki,
áður en hún fór í solckinn. Ekki gat ég séð, að þetta
stæði hærra en húðin í kring. Nokkuð af blettinum fór
á hvarf að framan, svo ég sá ekki hvað hann náði langt.
Ég var að hugsa um að smá-færa mig í kring um kon-
una og athuga þetta betur. En það komst aldrei í fram-
kvæmd, og mér er það lmlið enn í dag, hvað bletturinn
var stór, og eins hvernig á honuin hefir staðið.
Ég varð að hætta við þessar hugsanir, því að það fóru