Vaka - 01.12.1929, Síða 52
306
ÓLAFUR MARTEINSSON:
[vaka]
Hann gerði ekki nema að taka ofan og setja svo húfuna
strax á hausinn aftur. Eins gerðu líka nokkrir franskir
sjómenn, sem gengu á undan honum. „Svona er þá sið-
urinn í Frakklandi“, liugsaði ég. En þessi maður var að
flýta sér, og því fór hann að dæmi útlendinganna. Mér
fannst hann vera verzlunarmaður og eiga litla húð ein-
hvers staðar þarna nálægt, ellegar þá að hann var
skraddari. Hinir voru eitthvað tveir, sem ég man eftir.
Annar virtist vera búðarmaður og hafa verið sendur í
næslu búð til þess að fá skift einhverjum stórum seðli.
Hann var óþolinmóður og mikilvægur á svipinn og í'lýtti
sér. Hinn var með stóran og þungan kassa undir hend-
inni og nokkuð stóran pappakassa þar ofan á. Mér
fannst engin meining fyrir hann að vera að standa þetta
lengur. Kaupmaðurinn og búðarmaðurinn virtust gramir
yfir að þurfa nú að vera að stanza; en þessi maður var
dapur og hátíðlegur, eins og frönsku sjómennirnir voru.
Honum þótti víst leitt, að þetta skyldi nú einmitt hafa
hitt svona á sig, þegar hann var að hasla þarna með
kassaskrattana. Annars hefði hann fúslega staðið miklu
lengur. Þessi maður var því eiginlega í hinum flokkn-
um, þar sem menn stóðu vel og lengi. Þeir voru ekki.
margir, og ég man ekki glöggt eftir nema einuin þeirra.
Það var gamall, visinn og skakkur karlskrjóður í bláum
verkamannalörfum úr Vöruhúsinu. Þau voru álíka vesæl
og slitin og hann sjálfur, og ekkert meiri furða, að þau
skyldu hanga saman heldur en hann. Hann stóð fyrir
framan glæsilega kaupmannsbúð með gylltum stöfum
utan á og drifhvítum skyrtum og þunnum og ginnandi
stázmeyjabúningum innan við rúðuna. Búðin var hvort
tveggja í senn, bakgrunnur og umgerð utan um þetta
sýningarverk af mannlegu volæði. En skelfing þótti mér
karlinn fallegur þarna, með hégómann á aðra hönd og
dauðann á hina.
Rétt í þessu varð mér litið yfir í liópinn. Ég var kom-
inn framar núna og sá alveg fram undir kistu, ef ég