Vaka - 01.12.1929, Page 53
VAKA
JARÐARFÖRIN.
307
steig upp á gangstéttina. Ég sá hylla þar undir þrjá eða
fjóra pípuhatta. Ég mundi eftir einuin, þegar við lögð-
um af stað. Hinir mennirnir hafa verið of seinir að hafa
fataskifti. Mér fannst þessir pípuhattaberar verða að
kvikindum frannni fyrir ímynd auðmýktarinnar og ves-
aldómsins utan við búðina — og með dauðann rétt á
undan sér. Það var eins og þeir þættust eitthvað geta —
eimnitt það, sein ekki má, þegar hann er nálægt. En svo
fór mér nú að finnast, að ekki gætu þeir almennilega
gert að því, þótt þeir væru snauðir að fátækt og volæði.
Ég fór að finna til með þeim, og þótti þetta bara laglega
gert, að ganga þarna rétt hjá dauðanum, bjóða honum
byrginn á sína vísu og hera höfuðin hátt. Og ef til vill
gerðu þeir þetta eingöngu til heiðurs hinum sigraða,
vildu sýna öllum lýð, að hann hefði átt merkisborgara
að vinum, menn, sem vildu sýna honum tryggð og lotn-
ingu - og kærðu sig kollótta um dauðann fyrir sit.t leyti.
Ég fór að hugsa um, hvort ég yrði nokkurntíma sá mað-
ur að eignast pípuhatt.
Nú vorum við komin rétt að kirkjunni. Þar var mesti
fjöldi fólks. Mér þótti skrítið, að þetta fólk skyldi ekki
vilja vinna það til heiðurs þeim látna, að fylgja honum
alla leið frá heimili hans. Svo sá ég, að þarna voru marg-
ir merkir menn og vel að sér jafnvel fleiri en í okkar
hóp, svo mér fór að delta í hug, að líklega væri það nú
fínna, eftir allt saman, að fara ekki nema i kirkjuna. En
svo gat það nú verið um suma', að kærleikur þeirra
hefði ekki enzt þeiin til svo langrar göngu, og ekki var
það rétt, að látbragðið færi fram úr hugarfarinu.
Kirkjan ætlaði að verða full. Ég tróð mér inn í fyrra
lagi til þess að geta valið um sæti. Gangurinn milli
hekkjanna var troðfylltur, en auð sæti meðfram veggj-
unum. Eg hikaði við, þegar til kom, að taka mér sæti.
Ég ætlaði að vita, hvort ég sæi ekki einhvern, sem mér
þætti gott að sitja hjá. En það voru engar horfur á því,
og ég beið svo lengi, að allt ætlaði að fara að verða fullt;