Vaka - 01.12.1929, Síða 55

Vaka - 01.12.1929, Síða 55
[ VAKA 1 JARÐARI'ORIN. 309 blaðinu. Ég þóttist finna, að nú værum við, sem þarna sátum, orðin alveg eins og þeir, sem fengu að fara inn í húsið, og að kirkjan væri orðin eins og húsið. En ekki þóttist ég þurfa að grípa til þeirrar skýringar, að helgi staðarins eða sjálfra mannanna væri frá guði lcomin fremur nú en endrana*r. Mcr fannst það allt saman geta hafa búið í okkur, og þakkaði mínum sæla fyrir, að þetta væri þó hægt að gera í þessum skitna heimi, ef menn legðu saman af heilum lnig. Og mér fannst sorg- in yfir dauðans óvissum tíma vottur þess, að mest væri nú gaman að lifa, þrátt fyrir allt og allt, cn sálmurinn væri eins og perla, sem trúaður maður hefði látið vaxa utan um dauðann í hjarta sínu, líkt og skelfiskurinn gerir, þegar sandkorn fer í skelina og kvelur hann. Eg vaknaði stundarkorn upp úr þessum liugleiðingum, við að heyra söng fyrir framan mig ljótan og inni- legan söng. Mig langaði til að syngjá líka, en það fór nú eins og vant er, því að söngur er mín örðugasta list. Eg haúti sjálfur og lét mér nægja að horfa á manninn. Það var vel klæddur og þriflegur borgari. Ég þekkti hann í sjón. Hann hefir einusinni gert mér rangt til, og ég er búinn að fyrirgefa honum það. Hann er trúaður maður, og gerði þetta víst í einhverju réttlætisskyni, likt og J)eg- ar maður drepur flugu, ])ó að flugunni kunni að þykja það sárt í bili og hafi ekki hugmynd um, hvers hún á að gjalda. Mér varð starsýnt á hann, hvað hann var fjálglegur. Það var einhvern veginn eins og líkami hans hyrfi, en sálin stæði eftir og sleikti sálminn líkt og þeg- ar hundur lepur volgan graut. Svo hætti söngurinn, og ræðan byrjaði. Iín ég hélt á- fram að hugsa um sálminn og dauðans óvissan tíma. Ég dáðist að skáldinu og öfundaði hann af að hafa getað breytt harmi sínum og ótta við dauðann i óþrjót- andi stvrk og huggun handa þeim, sem þjást af sömu raunum. Mér fór að finnast, að sórgin og dauðinn væru falleg og góð, fyrst þau gætu hreinsað hjörtu manna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.