Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 80
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
334
Söguöldin er venjulega talin ná yfir límabilið 930—
1030, ein hundrað ár. Hún er snemnia í sögu landsins.
Á undan henni eru gengin aðeins 56 ár, landriámsöldin,
meðan menn enn voru að slá eign sinni á ónmnin lönd.
Ég heí'i hér að fvaman sýnt fram á það, hve ósennilegt
það sé, að landið hafi verið orðið albyggt í upphaf
sögualdarinrxar. Allar líkur mæla með þvi, að það hafi
byggzt á lengri tíma, og þá fvrst og fremst verið að
hyggjast alla söguöldina sjálfa. Sögurnar sýna líka, að
svo hefir verið.
Landnáma segir frá landnámsmönnunum og landnám-
um þeirra hvers um sig. Hún getur ])ess oft, hvar land-
námsmennirnir bjuggu. Allur þorri landnámanna var
svo víðlendur, að þau tóku yfir lönd margra jarða.
Landnáma nefnir þá og ýmsa menn, er hyggðu í tand-
náini annars manns, og bæi þeirra. En ekki nefnir hún
neina fáar alls af jörðum þeim, er tiyggðar hafa verið.
Hvenær voru hinar byggðar?
Á stöku slað má af sögunum fylgjast með því, hvern-
ig sveitirnar liyggðust smátt og smátt, á landnámsöld og
söguötd. Vel ég það dæmið, sem heimildir eru einna
mestar um, Laxárdal í Dalasýslu, eða öllu heldur neðri
hluta dalsins.
Unnur hin djúpúðga nam öll Dalalönd frá Dögurð-
ará tii Skraumuhlaupsár. Landnám þetta er eitt hinna
víðlendari landnáma, og nær yfir . þrjá hreppa heila,
Miðdala-, Haukadals- og Laxárdalshreppa, og rnestan
hlula tveggja annara hreppa, Hörðudalshrepps og
Hvammssveitar, í viðbót. Getur Landnáma margra
rnanna, er Unnur hafi gefiö land i landnámi sínu. Einn
af fylgdarmönnum hennar var Kollur Veðrar-Grímsson.
Kollur var af liersaætt norskri og gipti Unnur honum
sonardóttur sína, Uorgerði Þorsteinsdóttur rauðs*).
Laxdæla segir, að allur Laxárdalur hafi fylgt Þorgerði
heiman, og að Kollur hafi sett þar bú saman fyrir sunn-
*) Landn. II..
16, 18.