Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 87
Ivaka]
LTR HYG(J«ARSÖGi: fSLANDS.
341
ínitt scr til styrktar, að allar líkur uiæli með þvi, að
þessi hal'i hátturinn verið á byggingu landsins, víða
um sveitir þess. Landnámsmennirnir voru stórbændur
úr Noregi. Þeir voru vanir rausn og stórmennsku heim-
an að, vanir því að hafa stórfelldan húskap og fjöl-
menni á heimilum sinum. Þeir fóru úr Noregi vegna
þess, að tvísýni var á því, hvort þeir gætu haldið stór-
inennsku sinni þar. Þeir fóru til íslands lil þess að gela
lifað þar framvegis svipuðu lífi og þeir höfðu átt að
venjast heima fyrir. Þeir reyndu því að búa stórhúum í
nýja landinu. En atvinnuhættirnir voru aðrir hér en í
Noregi. Akuryrkjan var lítil og stopul. Kvikfjárræktin
hlaut að verða aðalhúskapargreinin. En lil þess að reka
kvikfjárrækt í stórum stil þurfti fyrst og fremst mildð
landrými. Því voru jarðirnar víðlendar fyrst framan af.
Þegár frá leið, reyndist það ókleift að halda jiessu bú-
skaparlagi. h’ólkinu fjölgaði í landinu. Eftirspurnin eftir
landi óx. Synirnir uxu upp og þurftu að fá staðfestu.
Erfð, sem aðallega var fólgin í landeign, þurfti að skifta.
Sumir stórbændanna lifðu yfir efni fram og neyddust
til að selja af löndum sínum. Þetta allt hafði ]iað í för
með sér, að jarðirnar skiftust og urðu smærri og fleiri.
Um leið urðu Iníin smærri og rausnin minni. Dala-Koll-
ur gat lniið stórbúi, á hinu mikla landi, er hann hafði
undir. Höskuldur sonur hans varð strax að l'æra seglin
nokkuð saman. Fyrst kom hálfbróðir hans, Hrútur, og
heimti móðurarf sinn. Höskuldur varð að greiða hann út
í landi. Siðan uxu synir lians upp. Hárður tók við föður-
leifðinni. Ólal'ur í'ór vestur yfir ána og gat fengið sér
staðfestu ]>ar, og þurfti eigi að taka af landi föður síns.
Var þriðji sonurinn, Þorleikur, þá staðfestulaus. Hann
fékk nokkurn hluta af landi föður síns og byggði sér
þar nýbýli.
Þessi háttur á byggingu landsins virðist vera hinn
eðlilegasti, eftir öllum atvikum. Styrkir það mjög frá-
sögn Laxdælu. Er þá og sennilegt, að víðar hafi jarðir