Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 96
ÓLAI'UR LÁRUSSON:
VAKA
350
að safnast í sunium ættum, og inunurinn á efnahag
manna farið að vaxa. Gróðafé sitt gátu menn á.þeim
tímum eigi ávaxtað með öðru móti en þvi, að leggja það
annaðhvort í lönd eða í búfé. Sjálfseignarbændum hefir
því smám saman farið að fækka, og leiga lands og bú-
fjár farið í vöxt. Upphaf hinnar miklu landteignar hinna
auðUgu ætta 14. og 15. aldar mun sennilega vera að
rekja lil þessa tíma. Konungsvaldið náði hinuin póli-
tisku völdum úr höndum goðaættanna. Tekjumissirinn,
sem þær urðu fyrir |>á, bættist þeim fljótlega upp, i
tekjum af sýsluin, lögmannsdæmum og hirðstjórn. Meiri
linekki hiðu þær við sigur kirkjunnar í staðamálum, en
þó héldu þær nógu eftir til þess, að auðsafnið gæti
haldið áfram. Þegar fram á 14. öld kom, lók skreiðin að
liækka í verði*), og nutu jarðeigendurnir i sjávarsveit-
unum jiess hagnaðar að mestu leyti. Jafnfætis þessu óx
auðsafn kirkna, klaustra og biskupsstóla hröðum skref-
um. Allt jietta hlaut að leiða til jiess, að efnahagsnnmur
yrði æ meiri og meiri milli raanna. Hefir það lýst sér
fyrst og fremst í landeign manna. Hafa sjálfseignar-
bændur sennilega verið orðnir miklu færri en leigulið-
arnir í lok 13. aldar. Á 15. öld voru þeir nálega horfnir.
Voru þá heilar sveitir viða um land, þar sem allar
jarðir voru í leiguábúð.
Þetta hlaut allt að lækka efnhag meðalbændanna, frá
því sem áður var. Þeir bafa verið orðnir mun fátækari
um 1300 en þeir voru um 1100. Vottur jiessa er skatt-
bændatalið frá 1311**). Skattbændur voru þá 3812 á
landinu, eða 748 færri en þingfararkaupsbændur voru
1095. Það þarf ekki að gripa til harðindanna á síðari
hluta 13. aldar, lil að skýra þennan mun. Breytingin,
sem orðin var á efnahag bænda, skýrir hann til fulln-
ustu.
*) Sjá firein Þorkels Jóhannessonar i Vöku, II. árg., 1. h.
'*) Dpl. Isl. II., 205, IV., 7.