Vaka - 01.12.1929, Síða 114
368
ÖLAI'UR LÁRUSSON:
[vaka]
alla bamdaeign í landinu og fór með <>11 veraldleg völd
innlend. Úr þeim hópi má nefna fjölda manna, sem mikl-
ar sögur mundu hafa gengið af, ef þeir hefðu lifað við
hiígsunarhátt og lífsskoðun sögualdarinnar, menn sein ó-
hikað hefðu getað sezt á bekk ineð glæsilegustu höfð-
ingjuin ]>ess tíma. Munurinn er þar heldur eigi eins stór-
kostlegur og almennt hefir verið talið.
Er þessi breyting á lífshögum manna, sem hér hefir
verið lýst, til ills eða góðs, sþor áfram eða aftur á hak?
Um ]>að verða sjálfsagt skiftar skoðanir, og sýnist sitt
hverjum. En
bú cr bctra,
l)ótt lítit sé,
lialr cr heiina livcr;
þótt tvær geitr cigi
ok taugreftan sal,
þat er þó betra en bæn,
segir í Hávamálum. Þessi skoðun á sér djúpar rætur hjá
kynflokki vorum. Hún hefir legið á hak við alla skift-
ingu jarðanna hér á landi á öllum öldum, og á vorum
dögum á hún sinn mikla þátt í aðstreymi unga fólksins
til kaupstaðanna. Það er löngunin til að vera sjálfstæð-
ur, vera sinn eiginn herra og húsbóndi. Margur maður-
inn hefir átt þess einn kost, til að fullnægja þeirri löng-
un sinni, að taka eitthvert „hraklcotið“ og gerast þar
kotungi. Sumir liafa borgað það sjálfstæði dýru verði,
með sulti og seyru, og jafnvel með lifi sínu, er harðind-
in surfu að. Aðrir hafa sigrað og séð sér og sínum
sæmilega farhoða, og margt kotið hefir tekið við einni
kynslóðinni af annari, fætt þær og klætt og verið þeim
heimili og hæli frá vöggu til grafar. Hver getur sagt,
þegar allt kemur til alls, hvers virði það hefir verið
þjóðinni, að eiga þessa menn, er áttu djörfung til að
berjast þessari tvísýnu baráttu til sigurs eða til falls?
Saga íslands á liðnuin öldum er órituð enn og margt
er þar misskilið og misvirt. Vér höfum nítt land vort i