Vaka - 01.12.1929, Side 137
: VAKA
ÍUTFREGNIK.
391
()g víðar kennir þessa sama klökkva. En draumlyndið
lýsir sér hvað l jósast í „Önnu Maríu“—„Vist elska ég þig,
Anna María. En í liuga mínum er að skapast önnur
Anna María, .fegurri og fullkomnari en þú hefir nokk-
uru sinni verið“. í þriðja kvæðinu er hann að skilja
við „Ókunnu konuna“. Hún situr frammi við hafið og
er að syngja: „Hún söng um síðasta kvöldið, þegar
ég var á förurn, án þess að hafa sagt eitt orð. Hún skalf
eins og hrísla, en þagði. Hún var of stolt til þess að
biðja inig að vera kyr . . . Við kvöddumst, þegar morg-
uninn 1‘æddist i austri. Ég fór sem flóttamaður. Undar-
legur flóttainaður, seni snýr baki við sínu eigin Iáni“.
í „Requiem“ leikur svo vindurinn um lík Úrsúlínu, sein
hafið hefir rænt ástvini sínum. Þarna var efni í heila
sögu, en hefir orðið að fjórum ljóðum í lausu máli.
I sögunum gætir veruleikans nokkuð meir. Játning
skólabróðurins, sem fagnar Villa eflir heimkomuna, er
góð og eðlileg', þótt enn gæti þar sama klökkvans. Þar er
það læknir í smáþorpi, sem er fullur afbrýði og heiftar til
koniinnar og saknaðar eftir barn, sem hann hefir misst;
en svo málreifur er hann við æskuvin sinn, að játningar
hans koma eins og af sjálfu sér í öjlu masinu.
„Veðmálið“ ræðir uin voluntas feminæ, vilja konunn-
ar, sem raunar er vilji mannsins, er freistar hennar til
ásta og hrýtur allan barnalærdóm hennar á hak aftur
sem botnlausa hræsni og haugalýgi. Býst ég ekki við,
að konur alniennt vilji skrifa undir skoðun þá, sem þar
kemur fram.
Bezta sagan, að minni hyggju, en að því er virðist
rituð eftir l'ranskri fyrirmynd, er „Skóarinn Iitli frá
Villefranche-sur-Mer“. Hún ræðir um skóara, sem á
banabeði sínuin dreymir sig heim til konu sinnar og
sárveikrar dóttur og grátbænir ineð augnaráði sínu sam-
sjúklinga sína um eitt meðaumkunarbros. En þeir ým-
ist snúa sér frá honum eða óska honum feigðar. Hann
deyr og líki hans er ekið fylgdarlaust frá spítalanum;
en heima sltimar dóttirin eftir veginum og inni situr
konan og lemur skóleðrið, sem á að vera í skó handa
gæfusömum og gæfusnauðum mönnum.
„Þær bíða, inæðgurnar . . . þær bíða“. —■
Þá eru sögurnar „Árni munkur“ og „Björn formað-
ur“. Bagar þæf báðar sá ágalli, að frainferði söguhetj-