Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 4
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA líka er komist svo aðorði:1) »Váru þá görvir eldar fyrir þeim og gefit öl at drekka«. Þá getur Sæ- mundaredda um mjöð, öl og bjór, t. d.: „Vas þar at kveldi of komit snimma ok fyr jötna öl fram borit"2) Síðar í sama kvæði er getið um »sáld þrjú mjaðar«, og í Skírnismálum er sagt:3) „Inn biÖ hann ganga í okkarn sal ok drekka enn mæra mjöð". Alvíssmál f jalla meðal annars um heiti drykkjarfanga:4 5) „01 heitir með mönnum, en með Ásum bjórr, kalla veig vanir, ... ... en í helju mjöð, kalla sumbl Suttungs synir". f Hávamálum segir: »Við eld skal öl drekkav) og kemur það heim við hjervistarsiði vora. í Atla- málum er komist svo að orði:6) „Báru mjöð mærar, margs vas alls-beini, fór þar fjöld horna, unz þótfi fulldrukkit, hjú gerðu hvílu sem þeim hægst þótti Allir kannnast við, að valkyrjan Sigrdrífa kveður:7 8) „Bjór færik þér, brynþings apaldr, magni blandinn ok megintíri", o. s. frv. Olföngin hafa svo sem verið áfeng í goðheimum, eftir hugmyndum skáldanna, því Eddukvæðin geta beinlínis um varnaðarreglur. „Esa svá gótt sem gótt kveða, öl alda sonum; því at færa veil es fleira drekkr, síns til geðs gumi.3) „Haldit maðr á keri, drekki þó at hófi mjöð, mæli þarft eða þegi“.9) o. s. frv. Þá voru aðrar varnaðarreglur, eins og sjá má af vísuupphafi þessu í Sigrdrífumálum: 1) Sn. E., bls. 199. 2) Sæm. E., bls. 143. 3) Sæm. E., bls. 91. 4) Sæm. E., bls. 168. 5) Sæm. E., bls. 38. 6) Sæm. E., bls. 417. 7) Sæm. E., bls. 321. 8) Sæm. E., bls. 22. 9) Sæm. E., bls. 24. „Full skal signa ok við fári séa“ .. .') Þá verða menn varir við ýmislegt annað í Eddu- kvæðunum, svo sem að menn strengdu heit »at bragarfulli*. Það ber Helgakviða með sér2). Sagt er frá erfisdrykkjum og veislum í Eddunum, og svona mætti halda áfram að sýna fram á, að ölið og mjöðurinn voru ekki veigaminstu þættirnir í hugsunarhætti hinna fornu skálda í goðafræðinni. En hversvegna er nú alt þetta rifjað upp úr Edd- unum? Það er fyrir þá sök, að skáldskapurinn forni er vitanlega nokkurnveginn spegilmynd af lifnaðarháttum hins forn-norræna kynþáttar. Þetta kemur líka jafnskjótt í Ijós, ef nokkuð er farið að athuga lifnaðarhættina í fornsögum vorum. Eftir því sem hinn lærði fræðimaður, Axel Holst, og fleiri halda fram, þá hefir Egyptum þótt mikið til ölsins koma, enda var sú iðn hjá þeim einskonar ríkisrekstur. Einstöku menn vilja álíta, að Egyptar eigi upptök að ölgerðinni, en slíkt er mjög ólík- legt. Menn eru líka hættir að trúa því, að Osiris, hinn egyptski guð, hafi gert yfirreið sína yfir jörð- ina, til þess að kenna mannkyninu að nota bygg til ölgerðar, þar sem ekki uxu ber til víngerðar. Enda þótt öl sje fyrst nefnt í sögum Egypta, þá er það engin sönnun fyrir því, að það eigi upp- runa sinn þar. Astæðan til trúar þessarar er vit- anlega sú, að þeir skráðu fyrst sögu sína. 01 og mjaðargerð er að líkindum miklu eldra en saga nokkurrar þjóðar. Hvenær ölgerðin barst í Norð- urveg til forfeðranna, er enn fremur ekki hægt að segja með neinni vissu. Ölið og brauðið er sjálf- sagt jafngamalt akuryrkjunni. Mjöðurinn mun vera á aldur við hunangssöfnun býflugnanna, og vínið álíka gamalt og vínberin. Ekki er vert að láta í Ijós neina ákveðna skoðun um það, hve forn muni vera uppruni þessara drykkjarfanga. Hjer má samt skýra nokkuð, hvað náttúran leggur upp í hend- urnar á mannkyninu í þessu efni, og eru það vís- indaleg atriði, sem eigi verða vefengd. Það má svo heita, að vín og mjöður verði til af sjálfu sér, og um ölið má svipað segja. Safni menn vínberjum í ker, rennur þrúgusykurs-lögur úr þeim að meira eða minna leyti. Gerð kemur í safann, ef hann stendur nokkuð að ráði, því að kveikjur eru utan á vínberjunum, sem melta sykurlöginn, og úr hon- um verður þá áfengt vín. Mannkynið notaði hun- angið, lengi vel, mestmegnis í stað sykurs, og það var siður að lauga sætindin af býflugnabúunum í þar til gerðum vatnsstampi; það kom fyrir, að 1) Sæm. E., bls. 322. 2) Sæm. E., bls. 253 og 254. [ 34 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.