Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 19
 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 2. mynd. Tómas Tómasson. 3. mynd. Ölgerðin „Egill SkalIagrímsson“. og hafði hver þeirra sína eiginleika. Gerið skiftist raunar í tvo aðalflokka, undirger og yfirger, en svo hafði hver flokkur sína óboðnu gesti. Hrein- ræktun gersins var í því fólgin, að ein og ein gerfruma var einangruð í límvökva; því næst var hver þeirra látin í humalblandið maltseyði, og kom þá greinilega í ljós, hvaða tegund gerði ölið hæfi- lega áfengt og bragðgott, eða hverjar ollu skemd- um á því. Á vísindum þessum lifir ölgerð nútím- ans og stendur í miklum blóma, því að menn geta svo að segja skamtað sjer sjálfir bragð eða gæði ölsins. Eftir að hinn rjetti ölgerðargrundvöllur var fundinn, var komið upp hreinræktunarskólum hjer og þar, einkum í Þýskalandi, og höf. var svo lán- samur að fá tækifæri til þess að vinna í tvö ár að sveppa-hreinræktun með tveimur af samverka- mönnum E. Chr. Hansens, og var það upphaf að gerlafræðisnámi hans. Enginn vafi er á því, að rannsóknastofur ölgerðarhúsanna hafa að miklu leyti lagt grundvöllinn að sýklaræktun, sem komið hefir læknavísindunum að ómetanlegu gagni. Sam- hliða gerræktunarskólunum risu víða upp risa- vaxnar vjelaverksmiðjur, því að við aukið hreinlæti í ölgerðarhúsunum þurfti ný tæki; það kom sem sje brátt í ljós, að því meira sem unnið var að ölgerð með vjelum, því betur geymdist ölið. í sjálfu sjer er þetta eðlilegt, því að þegar notað er hreinræktað ger, þá er áríðandi að handfjalla ölið sem minst. Hjer hefir verið skýrt frá því í fáum dráttum, hve ölgerðin tók miklum framförum upp á síð- kastið, og eiga vísindin þar drýgstar. hlut í. Einnig hefir verið stiklað á sögulegum atriðum, er nokkuð skýra öldrykkju Islendinga frá fornu fari, og eins, hvernig mungát var heitt og mjöður blandinn. Kemur þá loks að því, að skýra frá, hvernig ölgerðin hefir gengið hjer frá aldamótum, og í hve glæsilegt horf hún er komin, þrátt fyrir ýmsa örðugleika. Ölgerðin „Egill Skallagrímsson". Fram að árinu 1913, áttu íslendingar enga öl- gerð; bakarar gerðu aðeins hvítöl, en svo var danska ölinu óspart haldið að þjóðinni. Höf. gerði þó tilraun til að koma hjer upp ölgerð og hafði að nokkru leyti fengið til þess þýskt fje, en ís- lendingar höfðu skrifað sig fyrir meiri hluta fjár- ins, sem við þurfti. Brá þá svo einkennilega við, að frumvarp kom frá stjórnarráðsstofunni íslensku í Kaupmannahöfn, og voru þau ákvæði í frum- varpinu, að mestur hluti af væntanlegum ágóða rynni í landssjóð; frumvarpið fjell á Alþingi, en óhug sló á þá menn, sem áttu að leggja fram fjeð, og var þannig brugðið fæti fyrir fyrirtækið. Upp frá þessu mun engan hafa fýst fyrst um sinn að koma hjer á ölgerð; en loks fór svo, að Tómas [ 49 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.