Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 26
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA 1. bekk A og B, og rúmteikningu í 2. bekk B, síðari hluta vetrar. Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur, kendi rúmteikningu í 2. bekk A, iðnteikningu járn- og úrsmíðanema í 3. og 4. bekk, burðarþolsfræði í 3. og 4. bekk, og efnis- og áhaldafræði í 3. og 4. bekk. Jóhannes Kjariansson verkfræðingur, kendi teikn ■ ingu í 1. bekk C og 2. bekk B fyrri hluta vetrar. Björn Björnsson gu/Ismiður, kendi fríhendis- teikningu í 2. bekk A og 3. og 4. bekk, einnig í 2. bekk B og 1. bekk C, síðari hluta vefrar að nokkru leyti. Finnur Thorlacius trjesmíðameistari, kendi iðn- teikningu húsa- og múrsmiða og húsateikningu raflagninganema í 3. og 4. bekk. Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari, kendi iðnteikningu húsgagnasmíðanema í 3. og 4. bekk. Hafiiði Haf/iðason skipasmiður, kendi iðnteikn- ingu skipasmiða í 3. og 4. bekk. Höskuldur Baldvinsson rafmagnsfræðingur, kendi rafmagnsfræði og raflagnir í 4. bekk. Sigurður Skúlason magister, kendi íslensku í 3. og 4. bekk og ensku í 4. bekk. Knútur Arngrímsson stud. theol., kendi íslensku í 1. og 2. bekk. Finnur M. Einarsson kennari, kendi reikning í 2., 3. og 4. bekk og teikningu í 1. bekk C að nokkru leyti. Sigurður Sigurðsson kennari, kendi reikning í 1. bekk og ensku í 3. bekk. Sigfús M. Johnsen fulltrúi, kendi dönsku í 2., 3. og 4. bekk. Werner Haubold kennari, kendi þýsku í 3. og 4. bekk. H. H. Eiríksson skólastjóri, kendi bókfærslu og kostnaðarreikning í 4. bekk, og teikningu að nokkru leyti í 1. bekk C og 2. bekk B síðari hluta vetrar. IV. Kenslan. Skólinn var haldinn frá 1. okfóber til 30. apríl. Kent var frá kl. 6 til 10 á hverju virku kvöfdi, nema á laugardögum, þá var kent kl. 2 til 8 síð- degis. 1. bekkur B og 2. bekkur höfðu frí 2 kvöld í viku, en allar aðrar deildir að eins 1 kvöld í viku, auk laugardagskvöldanna. Annars voru bekkir og bekkjadeildir til skiftis í stofum skólans, til þess að nota tíma, rúm og kenslukrafta sem hagan- legast. Skólagjald fyrir fasta nemendur skólans var eins og áður, 75 kr. yfir veturinn fyrir nemendur fje- lagsmanna Iðnaðarmannafjelagsins, og 100 kr. fyrir aðra nemendur. Kenslugreinir voru þessar: 1. Teikning. 1. b e k k u r: Fríhendisteikning (til jafnaðar 2 stundir í vikn): Teiknað eftir flatarmyndum (vegg- spjöldum). Flatarteikning (til jafnaðar 4 stundir í viku til 15. jan.): Nemendur æfðir í að setja saman al- gengustu flatarmyndir (horn, marghyrninga. hringa, sporbauga og ýmsar samsettar myndir). Rúmteikning var kend 4 stundir í viku eftir 15. febr., þeim nemendum er lokið höfðu prófi í flatar- teikningu. Kend afstaða punkta, lína og flata við tvo hornrjetta myndfleti, og gerðar nokkrar ein- faldar rúmteikningar. 2. b e k k u r: Frihendisteikning (til jafnaðar 3 stundir í viku): Teiknað eftir ýmislega löguðum trjekubbum og öðrum hlutum. Rúmteikning (til jafnaðar 3 stundir í viku): Gerðar rúmteikningar af margstrendingum, strýtum, keilu, kefli o. s. frv. í ýmsum stellingum, flest með þverskurðum og útflöttu yfirborði. Ennfremur var lítilsháttar kent að nota þriðja myndflöt og finna sanna stærð lína og flata. 3. og 4. bekkur: Iðnteikning: Hún skiftist í þessa flokka: a. Iðnteikning húsasmíðanema (6 st. í viku): Trjesmíðanemar teiknuðu: Þakflata saman- skurði, glugga, yfirfeldar hurðir, stiga (pallstiga og snúna stiga), samanskurð á viðum í þökum, veggjum og bitalögum. 1 raflagninganemi var látinn gera grunnmyndir og þverskurði af hús- um til að teikna raflagnir í síðar. b. Iðnteikning járnsmíðanema (6 st. í viku): Nemendur voru látnir gera fríhendis frum- drætti (Skitser) í bók, af ýmsum mismunandi samsettum vjelahlutum í skurði, og með því sýnd afstaða partanna innbyrðis. Þá voru þeir látnir gera frumdrátt af hverjum parti út af fyrir sig, mæla hlutinn og skrifa málin við mælistað- inn á frumdrættinum. 1 úrsmíðanemi varlátinn gera samskonar teikningar af klukkuhlutum. Ennfremur voru þeir látnir gera blýants- teikningu á teiknipappír eftir teiknibókinni ein- göngu, án hliðsjónar af hlutum, bæði vinnu- teikningu og samsetningsteikningu. c. Iðnteikning húsgagnasmíðanema (6 st. í viku): Teiknuð ýmiskonar húsgögn. Nemendur voru fyrst látnir búa til litlar myndir af húsgögnun- um og síðan hluta af þeim í fullri stærð. [ 56 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.