Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 33
T í M A R I T I Ð N A Ð A R MANNA Vorpróf var haldið 26. og 27. mars. Prófað var í öllum bóklegum greinum, sem kendar voru, en teikningar sýndar. Prófdómarar voru þeir formaður skólanefndar, Sveinbjörn Jónsson byggingafræðingur, Eggert Guðmundsson trjesmíðameistari, og Sigtryggur ]ónsson trjesmíðameistari. Þann 28. mars voru lesnar upp einkunnir nem- enda og skólanum sagt upp. S. J. Námskeið. Eftir að lögin um iðju og iðnað frá í fyrra gengu í gildi (1. jan. síðastl.), fóru iðnnemar að óska eftir því, að fá að ganga undir sveinspróf. Þeir voru þó margir illa undir það búnir, einkum hvað bók- lega þekkingu snerti. Til þess að bæta úr þessum annmarka hjá múrsmíðanemum á Akureyri, rjeðst Sveinbjörn ]ónsson, byggingameistari á Knarar- bergi, í að halda námsskeið fyrir þá í apríl síðast- liðnum. Sóttu það 8 piltar í 3—4 vikur og luku 7 þeirra prófi. Námsskeið sem þetta eru vafalaust heppilegasta leiðin fyrir flestar greinir iðnaðarins, til þess að komast yfir millibilsástand það, sem óhjákvæmilega hlýtur að ríkja hjá okkur, meðan iðnaðarnámslögin og reglugerð þar um, eru að komast til fram- kvæmda. Að vísu kosta slík námsskeið töluverða fyrirhöfn og erfiði, og kenslan á Akureyri varð t. d. að fara fram í fyrirlestrum að mestu leyti, vegna skorts á kenslubókum og leiðarvísum, en í það má ekki horfa. Fyrir múrara-námsskeiðið samdi Sveinbjörn lít- inn leiðarvísi um helstu byggingaefni og athuga- verð atriði við steinsteypu. Er hann í rjetta átt, það sem hann nær, en eðlilega ekki nógur til frambúðar. Á Sveinbjörn þakkir skilið fyrir að hafa riðið á vaðið, og fyrir ötula framgöngu við iðn- fræðsluna norðanlands. H. H. Eiríksson. Úr brjefi frá ísafirði. »Iðnaðarmannafjelag ísafjarðar* hefur nú gert samning við skólanefnd barnaskólans, fyrir hönd bæjarstjórnar ísafjarðar, um að fullgera viðbót þá, sem gerð var við barnaskólann síðastliðið sumar. Gegn því að fá 2 skólastofur til afnota fyrir kvöld- skólahald og til fundarhalda í 15 ár, leigufrítt með ljósi hita og ræstun. Verkið er langt komið og áætlað að það muni kosta þrjú þúsund krónur. Fjelagið hefur í mörg ár haft húsbyggingarmál á dag'skrá sinni, en jafnan homist að þeirri niður- stöðu, að framkvæmd í þá átt væri ókleyf, meðfram af því, að ekki er hugsanlegt að leigja húsið til neins annars, þar sem 3 góð samkomuhús eru hjer fyrir auk annara smærri staða til líkra afnota. Hinsvegar er það álit vort, að þetta pláss í barna- skólanum nægi fjelaginu að minsta kosti í 15 ár, og kostnaðurinn viðráðanlegur með sjóðum fjelags- ins auk samskota meðal fjelaganna sjálfra. Er það nú fyrirætlun fjelagsins, á næstkomandi hausti, að endurreisa skólahald sitt með föstu skipu- lagi, þrátt fyrir það, að ríkissjóðsstyrkurinn er ekki nema kr. 500 í stað kr. 1200 sem umsóknin hljóð- aði upp á. Má því ekki búast við miklum árangri fyrsta árið, en líklegt að styrkurinn verði aukinn strax á næstu fjárlögum og þá hægt að hafa kensl- una víðtækari. Iönaöarmannafjelag ísafjaröar 40 ára afmæli. í byrjun þessa mánaðar (júní 1928) voru liðin 40 ár síðan Iðnaðarmannafjelag Isafjarðar var stofn- að. Á þessum afmælisdegi, sem haldinn var 2. þ. m. höfðu fjelagsmenn veglegt samsæti í húsi Good- templara hjer á ísafirði. Voru í samsæti þessu um 60 manns, flest fjelagsmenn og konur þeirra, en auk þess voru þar nokkrir boðsgestir, þar á meðal bæjarfógetinn á ísafirði og frú hans og sá er þetta skrifar. Veisla var hin besta í matföngum, en munngát var ekki fram borið og ljetu menn það ekki fyrir gleði standa. Form. fjelagsins Bárður G. Tómasson skipa- verkfræðingur bauð fjelagsmenn og gesti velkomna. Bað menn njóta sem best þess er fram væri reitt af fjelagsins hálfu og hvern auka veisluteiti eftir föngum. Var því svarað af öllum með því að syngja »Hvað er svo glatt . . .« Síðan var sest undir borð. Sýndu jafnt gestir sem fjelagsmenn, að þeir voru hinir mestu iðnaðarmenn í þessari grein, og voru skutilmeyjar rjóðar og andskammar áður mál- tíð lauk. Formaður fjelagsins flutti ræðu yfir borðum og [ 63 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.