Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 18
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA mikið mátti þó að öllu gera, því að það kom fyrir, að lögurinn varð svo sykraður, að kveikjurnar drápust. Sjálfsagt hefir mjöðurinn verið hálfgrugg- aður, því að margskonar gersveppir hafa unnið að gerðinni, en eftir reynslu höf. má gera tæran mjöð, með hreinræktuðu geri, og er hann þá ekki ólíkur hvítu borðvíni á bragð og lit. Mjaðarjurtar- fræið veldur raunar dálitlu remmubragði, og má furðu gegna, hafi fornmenn á söguöldinni ekki fært sjer þenna eiginleika þess í nyt, til þess að bæta mungátið. Nú er mjöðurinn frægi horfinn úr sögunni fyrir langa löngu, og býflugnaræktin eða hunangsmaurarnir eiga nú minni ítök í almenningi en áður var. Hvað drykkjarföngin snertir, þá hafa menn fyrir löngu komist á lagið með að gera vínanda úr miklu ódýrari sykurefnum. Hitt er líka kunnugt, að sykur úr t. d. sykurreyr eða rófum er miklu ódýrari en hunangið. Er því ekki að bú- ast við, að hunang sje nú notað til sætinda, en það verður ekki frá því tekið, að það er miklu heilnæmara og auðmeltara en annar sykur. Þá er að víkja að ölinu aftur, einkum því tíma- bili, sem ölgerðin tók mestum framförum á. Snemma var ölið í áliti hjá vísindamönnum, eins og sjá má af því, að Salernitanerskólinn ítalski, sem meðal annars var frægur fyrir lífsreglur, er hann gaf mönnum, mælti með því, að ölið ætti að vera síðasti borðdrykkurinn. (Potus finalis sit semper cerevisalis).1) Ýmis stórmenni heimsins hafa fyr og síðar mælt með ölinu, ekki síst fyrir þá sök, að þeir tóku eftir því, að öldrykkjumenn komust í góð hold og urðu langlífir, ef þeir neyttu ölsins í hófi, enda þarf enginn að furða sig á þessu, því að ölið er einskonar brauðvökvi. Af þessum ástæðum fóru menn, þegar á 16. öld, að leggja sig mjög eftir því, hvernig bezt mætti gera öl; einkum voru það munkar í þýzku klaustrunum. Eins og þegar er skýrt frá, var lengst af búið til mungát, þ. e. yfirgerað öl, þar sem alt gerið safnaðist á yfir- borðið. Oft voru kveikjurnar lagðar í ölið í heitara lagi, og varð þá mungátið fyrri til taks. Þótt hjer væri einkum um yfirger að ræða í ölinu, þá var gerið allblandið, meðal annars var nokkuð af hinu svonefnda undirgeri í því. Þýsku munkarnir reyndu að hafa margskonar áhrif á geymslu ölsins og fundu meðal annars upp á því að láta það gera við miklu lægra hitastig en áður var, og nokkrir höfðu jafnvel ís í ölkjöllurunum. Við tilbreytni þessa tóku munkarnir eftir því, að ölgerðin var miklu 1) Professor A. Holst, Enkelte Alkoholiske Drikke, Sær- lig 01, bls. 26—27. seinni á sjer en áður var, og ölið geymdist allvel. Ennfremur tóku þeir eftir því, að lítið ger kom á yfirborð ölsins, en gerköglar settust á gilkersbotn- inn. Nú tóku munkarnir botnkveikjur þessar eða gerið og notuðu einvörðungu til ölhitu. Við þá til- breytni og aukna humalnotkun brá svo við, að ölið geymdist ágætlega, miðað við það, sem áður var. Skýringin á þessu er vitanlega sú, að við kuldann versnuðu lífsskilyrði yfirgersins, en undir- gerið náði smám saman yfirhöndinni, því að það meltir maltsykurinn miklu betur við lítinn hita, hafi það tímann fyrir sjer. Umbætur þýsku munkanna á ölinu höfðu það í för með sjer, að ölverslun jókst ákaflega í Þýskalandi, og varð ölið á 17. og 18. öld verslunarvara, sem þýska þjóðin græddi allmikið á, einkum klaustrin. Aðsetur ölumbótanna voru ekki hvað síst í Bæheimi, og þessvegna er bæheimska ölið jafnvel þann dag í dag í mestu áliti. Olgerðar-aðferðirnar dreifðust brátt út á meðal almennings, svo að klaustrin urðu ekki lengi ein um hituna. Frakkar og Englendingar urðu seinir til að taka upp hina nýju ölhitu Þjóðverja, en norðurlandabúum fjell ölið vel í geð. Það er líka kunnara en frá þurfi að segja, að hinir ötulu for- göngumenn »Carlsbergs« ölgerðarhúsanna í Kaup- mannahöfn náðu snemma í bæheimska undirgerið, og fyrir þá sök náði danska ölið fyr fótfestu en ella. Klaustiin og Þjóðverjar yfirleitt komu á mjög miklu hreinlæti í allri meðferð ölsins, á ílátum og í húsakynnum, og hefir það einnig bætt geymslu- skilyrði ölsins, enda höfðu Þjóðverjar komið sjer upp skólum, til þess að kenna hreinláta ölgerð, jafnvel áður en nokkur hreinræktun gersins kom til sögunnar. Þrátt fyrir allar umbætur á ölinu, voru ýmsir ágallar á því, og jafnvel sitt bragðið að hverri hitu, þótt eins væri að farið, en svo komu vísindin og leystu hnútinn. Hinn heimskunni efnafræðingur Pasteur, komst t. d. að raun um, að miklu minni smáverur en gerið spiltu ölgerð- inni. Við þessa uppgötvun fór hann að brjóta heil- ann um, hvort ekki væri unt að drepa þær með ýmsum efnum, án þess að gerið skemdist verulega. Þetta tókst að nokkru leyti. Um líkt leyti, eða fyrir rúmum mannsaldri, kom annar vísindamaður fram á sjónarsviðið, sem skapaði ölgerðinni óskeik- ulan grundvöll, en það var Emil Chr. Hansen, hinn danski vísindamaður, sem veitti Carlsbergs- gerlarannsóknarstofunni forstöðu. Hann fann fyrstur manna upp á því, að hreinrækta ger, og er hann fjekst við þær rannsóknir, komst hann brátt að raun um, að hið venjulega ger, sem menn notuðu áður, var sambland af mýmörgum sveppategundum, [ 48 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.