Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 10
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA nautar hans gerðust ófærir, þá drakk hann fyrir þá, þat er þeir máttu eigi. Gekk svá til þess er borð fóru brott. Gerðust þá ok allir mjök drukknir, þeir er inni vóru, enn hvert full, er Ármóðr drakk, þá mælti hann: »Drekk eg til þín, Egill« — en húskarlar drukku til förunauta Egils ok höfðu hinn sama formála. Maðr var til þess fenginn at bera þeim Agli hvert full, ok eggjaði sá mjök, at þeir skyldi skjótt drekka. Egill mælti við föru- nauta sína, at þeir skyldi þá ekki drekka, en hann drakk fyrir þá, þat er þeir máttu eigi annan veg undan komast. Egill fann þá, at honum mundi eigi svá búit eira. Stóð hann þá upp ok gekk um gólf þvert, þangat sem Ármóðr sat. Hann tók höndum í axlir honum ok kneikti hann upp at stöfum. Síðan þeysti Egill upp ór sér spýju mikla ok gaus í andlit Árnróði, í augun ok nasarnar ok í munninn. Rann svá ofan um bringuna, enn Ár- móði var við andhlaup, ok er hann fekk öndinni frá sjer hrundit, þá gaus upp spýja, en allir mæltu, er hjá vóru, húskarlar Ármóðs, at Egill skyldi fara allra manna armastr, ok hann væri hinn versti maðr af þessu verki, er hann skyldi eigi ganga út, er hann vildi spýja, enn verða eigi at undrum inni í drykkjustofunni. Egill segir: »Ekki er at hallmæla mjer um þefta, þótt ek gera sem bóndi gerir; spýr hann af öllu afli, eigi síðr enn ek«. Síðan gekk Egill til rúms síns og settist niðr; bað þá gefa sjer at drekka1)- Af svipuðu drykkjusvalli og hjer er sagt frá, hlufust vitanlega oft manndráp og meiðsli, en drykkjuhöldum á söguöldinni virðist hafa verið stilt í meira hóf, en úti í Noregi, þegar Islendingar voru þar gestkomandi. Vitanlega drukku fornmenn hjer öl og mjöð á söguöldinni á stórhátíðum og við ýmis tækifæri, því að eftir siðvenjum varð eigi komist hjá því að hafa drykkjuhöld; en öl og mjöður mun varla hafa verið daglegur drykkur, þó að ekki sje loku fyrir það skotið, að mál- drykkia hafi verið á einstöku ríkismanns heimili. Annálar Björns á Skarðsá, árið 1534, geta um rausn sjera Sigurðar Jónssonar á Grenjaðarstað, og segir þar svo: »Síra Sigurður hafði offast bjór eða mungát til síns borðs hvert ár um kring; voru önnur mungát heiff, þá önnur eyddust. Máldrykkja var þar altíð á helgum dögum og að gesfkvæmd lagaræður við borð og drykkjur«. Þessu mun vera þannig farið, að merkingin á orðinu máldrykkja hafi breytst á síðari öldum þannig, að á ríkisheimilum hafi verið drukkið 1) Egilssaga bls. 222—223. ómælt eftir máltíðir, og rætt við öldrykkjuna, ef gestkvæmt var. Orðabók Fritzners segir mál- drykkju hafa verið þannig, að deildur hafi verið ákveðinn skamtur af öli með máltíðum. Hálfur bolli, sem svo var nefndur á norrænu máli, var == J/4 askr eða 4 justur. Máldrykkju er samt getið í fornritum vorum, og einstaka veisla virðist hafa byrjað með máldrykkju, en Islendingasögur bera það með sjer í öllum aðal-atriðum, að öl- föngin hafi verið rausnarlega veitt, og því hafi menn alment drukkið ómælt. Mungát og mjöður hafa meðal annars fyrir þá sök ekki verið dag- legur drykkur, að kaupverð malts og hunangs var afar hátt, hvort sem byggið var innlent eða aðkeypt. Kornmatur var að jafnaði, lengi fram eftir öldum, jafndýr smjöri eða smjörvægur matur, er svo var nefndur. Fyrri útgáfan af Búalögum, sem prentuð er í Hrappsey 1778, getur meðal annars um verð- lag á malti, humli og hunangi, og er það verð furðulega hátt, er tekið er tillit til þess, að varn- inginn mátti fá að austan og vestan. Eins og menn vita, hafði Sturlungaöld ýmsa ágalla í för með sjer, enda var þá hið mesta óeirðar tímabil þjóðarinnar. Öldrykkja óx þá af- skaplega, og geta menn best sannfært sig um þá hluti með því, að lesa Sturlungu rækilega. Fastast drukku menn oft, þá er höfðingjar á Sturlunga- öld buðu þeim til sín í liðsbónarskyni. Veislu- höldin enduðu oft með skelfingu, eins og segja má um brúðkaup Halls Gizurarsonar að Flugu- mýri, er hann kvæntist Ingibjörgu Sturludóttur; en frásaga sú í Sturlungu, segir nokkuð berlega frá hinum fornu siðvenjum. »Ok er menn höfðu matazk um hríð, kom innar skenkr í stofuna, átta menn fyrir hvern bekk, ok gengu með hornum allir. Þorleifr hreimr var fyrir þeim; fjórir menn skenktu honum. Var þar drukkit fast þegar um kveldit, bæði mjöðr ok mungát. Var þar in bezta veizla, er verit hefir á Islandi í þann tíma«')- Sturlunga segir frá því, að í jólaboðum hafi mun- gát verið heitt og mjöður blandinn. Þá er Þorgils Skarði sat í Reykholti, Ijet hann búa drykk til jólaföstu, og svo má tilfæra mörg dæmi um ölhitu- veisluhöld á Sturlungaöld; sum þeirra fóru vitan- lega prúðmannlega fram, því að þjóðin átti þá all- marga ágætis höfðingja. Það ber öllum saman um, að drykkjarhornin sjeu elst af drykkjar-ílátunum, sem notuð voru í veislum til forna. Raunar er nú sagt frá því í Sturlungu, að drukkið hafi verið úr silfurskál, en 1) Sturlunga III, bls. 273—74. I 40 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.