Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 13
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA enda bera veisluhöldin það með sjer, og mungát var, að því er jeg best veit, aldrei heiti á erlendu öli. Akuryrkja Islendinga var, eins og alkunna er, að mestu Ieyti lögð niður, eftir að svarti-dauði geisaði í byrjun 15. aldar. Fóru þá ýmsar framkvæmdir landsmanna út um þúfur eins og nærri má geta. Þrátt fyrir eymd Islendinga eftir þessa plágu hjeld- ust veisluhöld hjá höfðingjum og efniskaup til öl- fanga, en þá varð náttúrlega að kaupa malt og annan kornmat frá útlöndum, enda hefir aðal- innflutningur Islendinga jafnan verið kornmatur og efni til húsagerðar, þangað til þeir fóru að apa ýmislegt eftir öðrum þjóðum og auka sjer þannig óþarfa kostnað. Það er tilgangslítið, að koma með allar þær tilvitnanir, sem upp mætti tína, um malt og hunang, einkum úr Islendingasögum og Forn- brjefasafninu. Menn kannast t. d. við það, úr Víga- Glúmssögu, að Arnór rauðkinnr átti malt úti á Gásum og fór þangað að sækja það með húskarla sína. Maltið ætlaði hann að nota til ölgerðar í brúðkaupsveislu, en þeir Þorgrímur Þórisson náðu því frá honum]). Þá er hitt kunnugt, að Þórður kakali flutti árið 1247 mikið af malti frá Bessa- stöðum upp að Reykholti, og það malt telja menn líklegt, að gert hafi verið úr íslensku byggi. Forn- brjefin geta afar víða um malt, einkum eftir 1240. Hinn merki vísindamaður, Þorvaldur Thoroddsen, hefir t. d. tínt til nokkrar tilvitnanir úr Fornbrjefa- safninu, sem hjer mætti geta um, og eru þær teknar úr Lýsingu íslands, IV. Ð. 1. h., þar sem rætt er um akuryrkju. Meðal annars er getið um kaupsetningu milli Englendinga og Islendinga í Vestmannaeyjum árið 1420; þá er getið um aðra 1480, og 1467 er talið, að Björn ríki skuldi ein- hverjum^ sjera ]óni í Húnavatnsþingi tvær tunnur malts. Árið 1477 gefur ]ón rauðkollur ]ónsson meðal annars Skálholtsstað 400 í malti, víni og klæðum. Rænt var hálftunnu malts í Miklabæ, árið 1476. Árin 1480, 1505 og 1512 er getið um mat á tveimur tunnum af malti, sem koma átti upp í vígsbætur, og árið 1496 geldur Árni ábóti Snæbjarnarson í Viðey tvær tunnur af malti upp í jarðarverð. Þrjár tunnur malts eru goldnar upp í vígsbætur eftir Pál á Skarði, og 1506 er þess getið, að útlendingum hafi verið seldar tvær tunnur af þvegnum brennisteini fyrir fjórar tunnur af malti. Þ. Thoroddsen segir enn fremur, að eftir kauplagi 1415 sjeu tvær tunnur af malti og áttungur hun- angs metnar á hundrað, en 1420 kostaði hunangs áttungurinn sjerstaklega 15 fiska. Árið 1534 er 1) Víga-Glúmssaga bls. 32. sagt frá því, að Ögmundur biskup hafi verið sjer úti um korn og malt í Noregi, og 1574 kvarta þeir Guðbrandur biskup og ]ón lögmaður yfir versluninni á Húnavatns- og Hegranesþingi, meðal annars fyrir þá sök, að þar fáist ekki nægilegt malt og mjöl1). Annars geta menn kynt sjer þetta nánar hjá áðurgreindum höfundi, því að of langt yrði að telja hjer fleira fram af þessu tæi; en rannsaki menn nákvæmlega bókmentir vorar frá landnámstíð og fram á þenna dag, þá verður nið- urstaðan sú, að hjer hafi jafnan verið ölhita, enda þótt segja megi, að hún hafi að mestu leyti fallið í gleymsku upp úr 17. öld og fram að síðustu aldamótum. Sagnfræðingar, sem minst hafa á ölhitu til forna, segja, að ölið hafi ekki geymst vel, en hafa hins- vegar ekki gert sjer grein fyrir orsökunum. — Áður en gerð er grein fyrir því, hvernig ölgerðin var ti! forna, og hvernig hún er nú, má geta þess, að ölið var í aðal-atriðum gert þannig, að byggið var haft við raka og velgju, en þá breyttust í því sterkjuefnin þannig, að þau urðu að sykri, sem gersveppir gátu melt og breytt í vínanda, kolsýru og önnur efni. Byggið var eftir þessa breytingu nefnt malt, og annaðhvort notað nýtt og rakt til ölgerðar, eða þurt, væri það ekki þegar í stað notað til ölhitu. Af maltinu var gert seyði, sem svo var hitað það mikið, að hinn meltanlegi sveppa- sykur rann í heita vatninu og varð að maltvökva, sem látinn var kólna. Að svo búnu var hratið síað frá, og gerðkveikjur settar undir maltvökvann, sem á stundum var kryddaður, eins og síðar verð- ur á minst, og úr þessu varð svo hið marglofaða mungát, sem var hið mesta sælgæti forfeðra vorra. Það sjest á Njálu, að »mjólki þinn« þótti ekki virðulegt umtal, en vera mungátsmaður, var gagn- ólíkt, því að hann var talinn nýtur til stórræðanna. Nútíma ölgerðin er miklu margbrotnari, enda þótt uppistaðan sje hin sama. Humallinn, efnafræðin og hreinræktun gersveppanna er nú komið til sögunnar, svo að enga helga menn þarf nú lengur til þess að blessa ölið, að því leyti, að skjaðak kemur nú ekki í það, ef rjett er með farið. Möltun og ölhitu-aðferðir. Möltun er dregin af því að melta; byggið eða kornið varð einskonar upplausn, líkt og fæðan í maganum. — Sjálfsagt hafa íslendingar gert tals- vert að því, að breyta byggi í malt til ölgerðar, 1) Alþingisbækur I, bls. 275. [ 43 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.