Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 27
1 TÍMARIT IÐNAÐARM A N N A d. Iðnteikning skipasmíðanema: Teiknað línuteikning, sem sýnir lag skipsins og stærð. Einnig var teiknuð útfærsluteikning, sem sýnir hvernig línuteikningin er færð út á plan, og hvernig smíðað er eftir henni. e. Fríhendisteikning tyrir aðra iðnnema, svo sem bókbands-, prent- og málara-nema o. fl. (6 st. í viku): Teiknað eingöngu eftir gipsmyndum, blöðum og rósum, líkamspörtum og andlitsmyndum. 2. Rafmagnsfræði. 4. bekkur: Endurlesin ýms af grundvallar- atriðum rafmagnsfræðinnar, sem kend voru í 3. bekk, svo sem: viðnám leiðara, ohms lögmál, spennutap, hita- virkjun rafmagns, segulmagn, spán, einfasa og þrífasa riðstraumur. Auk þessa var kent um: rakstraums (jafnstraums) rafala og mótora, ein- fasa og þrífasa riðstraumsmótora og rafala, spenna, leiðslukerfi, háspennuleiðslur, kraft- stöðvar fyrir rakstraum og riðstraum, innlagn- ingar og reglur um lær. Einnig voru nemendurnir látnir gera nokkrar teikningar af rafmagnsinnlagningum. Til hliðsjónar við kensluna voru hafðar »Ele- mentær Elektróteknik« eftir Riddervold og Reglur um rafmagnslagnir í Reykjavík. 3. Durðarþolsfræði. 3. og 4. bekkur: (1 stund í viku): Kent að reikna út styrkleika bita, stoða, sperra, járnstanga o. fl., eftir kenslubók Jóns Þorlákssonar. 4. Áhaldafræði. 3. bekkur: (1 stund í viku): Skýrð gufuvjel og hreifill, járn- og stálvinsla, mælieiningar og mælitæki, jarðvinnuáhöld, steinsteypuáhöld, múr- steinsofnar, sementsgerð o. fl. Myndir og teikningar notaðar til skýringar, kent í fyrirlestrum. 5. Efnisfræði. 3. bekkur: (1 stund í viku): Skýrt frá gerð og helstu einkennum algengustu byggingarefna, svo sem helstu steintegunda, sements, kalks, steypu- járna, smíðajárna, stáls, helstu viðartegunda o. fl. Enn fremur talað um rið og fúa og aðrar skemdir í efni, og helstu varnir gegn þeim. Kent í fyrirlestrum. 4. bekkur: (1 stund í viku): Kent í fyrirlestr- um sama efni og í hinni almennu deild 3. bekkjar, en farið ítarlegar í flest atriðin, og auk þess talað um flest innlend byggingarefni, steina o. fl., einnig kalk, gips, hörku járns, stáls o. fl. 6. Bókfærsla. 4. bekkur: (1 stund í viku): Kent að færa frumbók, dagbók, höfuðbók, jafnaðarreikning og efnahagsreikning eftir hinu ítalska kerfi tvöfaldrar bókfærslu. Fyrirmyndir og efni miðað við bókfærslu iðnreksturs. Leiðarvísir eftir H. H. Eiríksson not- aður við kensluna. 7. Kostnaðarreikningur. 4. bekkur: (1 stund í viku): Nemendur látnir mæla upp hluti þá, er þeir teiknuðu í teiknitím- unum eða eitthvað annað, er við átti, reikna út efni er í það þyrfti og gera áætlun um verð og vinnu við það. Einnig talað um álagningu fyrir tilkostnaði: verkstæði, vjelum, ljósi, hita, verkstjórn, rekstursafli o. fl. 8. Reikningur. 1. bekkur: (3 stundir og í C-deild 4 stundir í viku): Farið yfir einskonar- og margskonartölur fram yfir áramót. Síðan brot og einfaldan hlut- fallareikning. Reikningsbækur Jónasar Jónassonar og 01. Daníelssonar notaðar við kensluna. 2. bekkur: (2 stundir í viku): Lesin reikn- ingsbók 01. Daníelssonar bls. 1 — 63, og endurlesin. Skriflegar æfingar vikulega seinni hluta vetrar. 3. bekkur: (2 stundir í viku): Sama bók bls. 43—86. Vandlega lesin og endurlesin. Skriflegar æfingar vikulega seinni hluta vetrar. 4. bekkur: (2 stundir í viku): Sama bók bls. 64 — 127 vandlega lesin. Sumt endurlesið. Skrif- legar æfingar við og við seinni hluta vetrar. Reiknuð nokkur dæmi utan bókar. 9. íslenska. 1. bekkur: (3 stundir og í C-deiId 4 stundir í viku): Lesin íslensk þeygingarfræði. Málfræði H. Briem notuð við kensluna. Lesnir valdir kaflar úr Lesbók II. Nemendum kend íslensk rjettritun, oft með æfing á töflu. Skriflegar æfingar vikulega, oftast endursagnir. 2. bekkur: (2 stundir í viku): Beygingar- fræðin endurlesin. Byrjað á setningafræði. Setninga- og greinamerkjafræði eftir Freystein Gunnarsson notuð við kensluna. Lesnir valdir kaflar úr Lesbók III. Skriflegar æfingar vikulega, oftast ritgerðir. 3. bekkur: (2 stundir í viku): Lesnir Forn- söguþættir I. Vandlega lesið Ágrip af ísl. málfræði eftir Halldór Briem, ennfremur Setninga- og greina- [ 57 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.