Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 29
T í M A R I T I Ð N A Ð A R MANNA Hafa þannig 40 piltar lokið þessu prófi. Prófdóm- endur voru þeir kennararnir Finnþogi Rútur Þor- valdsson og Guðmundur Jónsson, og skólastjóri. Verkefni við prófið voru þessi: I. 1. Rjettur og reglulegur þrístrendingur. Hæöin 70 mm. Grunnflatarkantarnir 45 mm. Strendingurinn stendur á V þannig, aÖ hliÖarkantarnir eru hornrjettir viö V, og einn hliðarflöturinn hornrjetiur við L. Sá hliðarkantur strendingsins, sem er næstur L, sje 12 mm. frá L. Teikna Iárjetta pg lóðrjetta mynd af þrístrendingnum. 2. Rjett og reglulegt kefli. Hæðin 70 mm. Þvermál grunn- flatanna 50 mm. Einn framleiðari keflisins liggur í V, en grunnfletirnir mynda 45° horn við L. Sá punklur keflisins, sem næstur er L, sje 12 mm. frá L. Keflið er skorið samsíða L í tvo jafna hluta. Teikna lárjetta og lóðrjetta mynd af keflinu, með þverskurði. 3. Rjettur og reglulegur fimmstrendingur. Hæðin 70 mm. Grunnfletina má innrita í hring, sem hefir 32 mm álmu. Strendingurinn hvílir á V þannig, að einn grunnflatar- kanlur liggur í V, grunnfletirnir mynda 45° horn við V, en eru hornrjettir við L, og miðpunktur þeirra 40 mm frá L. Strendingurinn er skorinn þannig, að skurðfiöturinn liggur gegnum miðpunkt strendingsins, er hornrjettur við L og myndar 30° horn við V. Teikna lóðrjetta og lárjetla mynd af strendingnum, með þverskurði. II. 1. Teningur, sem er 50 mm á kant, stendur á V þannig, að hliðarfletirnir mynda 45° horn við L. Sá hliðar- kantur teningsins, sem næstur er L, sje 12 mm frá L. Teikna lárjelta og lóðrjetta mynd af teningnum. 2. Rjett og reglulegt kefli. Hæðin 70 mm. Þvermál grunn- ílatanna 50 mm. Keflið hvílir þannig á V, að grunn- flelirnir mynda 45° horn við V, en eru hornrjettir við L. Sá framleiðari keflisins, sem næstur er L, sje 12 mm frá L. Keflið er skorið samsíða V í tvo jafna hluta. Teikna lóðrjetta og lárjetta mynd af keflinu, með þverskurði. 3. Rjettur og reglulegur fimmstrendingur. Hæðin 55 mm. Grunnfletina má innrita í hring, sem hefir 37 mm álmu. Strendingurinn hvílir á V þannig, að einn grunnflatar- kantur liggur í V, hliðarkantarnir eru samsíða L, en mynda 30° horn við V, og miðpunktur grunnflatanna er 45 mm frá L. Strendingurinn er skorinn þannig, að skurðflöturinn liggur gegnum miðpunkt strendingsins, er hornrjettur við L og myndar 45° horn við V. Teikna lóðrjetta og lárjelta mynd af strendingnum, með þverskurði. í öðrum námsgreinum var haldið árspróf í öll- um bekhjum seinni hluta aprílmánaðar. Prófi luku 50 piltar úr 1. bekk, auk þeirra 5, sem tóku bæði < 1. og 2. bekk, eða alls 55 nemendur. Úr 2. bekk luku 43 prófi, úr 3. bekk 40 og burtfararprófi 9 nemendur. Verkefni við burtfararprófið voru þessi: 1 íslensku: ritgerð: Höfuðgreinir iðnaðar með Islendingum. n I reikningi: 1. dæmi. 130,13 : 18>/s : 73/2o + 3924/25 ' 5/37 : 27/io 25,4 : 63'/2 + 44 V3 : 295/o — 10,8 ' V12 2. dæmi. Kaupmaður selur vörur til Englands og fær þær borgaðar með víxli 125 £ að stærð. Víxillinn er gef- inn út 9. mars og er til 5 mánaða. 27. mars selur hann víxilinn í banka, sem gefur honum 21,96 kr. fyrir hvert enskt pund og tekur 8°/o um árið í forvexti og V3°/o í þóknun. Hve mikið fær hann fyrlr víxilinn? 3. dæmi. Kona nokkur verður að ári liðnu helmingi eldri en dóttir hennar. Fyrir 14 árum var hún þrisvar sinn- um eldri. Hve gamlar eru þær? 4. dæmi. Milli tveggja samsíða gatna liggur afgirt gras- flöt, 25 m meðfram annari og 15 m meðfram hinni. Fjar- lægðin milli gatnanna er 17 m. A miðri flötinni stendur líkneski inni í hringmyndaðri girðingu og er álma hringsins 2,8 m. Finnið það flafarmál sem Iiggur milli girðinganna. I burðarþolsfræði: /. dæmi. Biti liggur á undirstöðunum A og B á þriggja metra hafi. 50 cm frá A hvílir á bitanum þunginn Pi = 1000 kg og 60 cm frá Ð þunginn P2 = 900 kg. 1) Reikna viðnámið í A og B og hve gildur bitinn þarf að vera, ef hann er úr'furu. 2) Sýn með uppdrætti viðnámið í A og B, og beygju- átakið í bitanum. Reikna gildleika bitans eftir uppdrættinum. 2. dæmi. Lárjettur pallur, sem er 3X3 metrar að stærð, er með hjörum festur við lóðrjettan vegg, en hvílir að framan á tveimur skástífum, sem mynda 45°horn við vegginn. Hvaða nr. af I-járni þarf að nota í skástífurnar, ef hler- anum er ætlað að bera 600 kg á fermeter og þunginn liggur jafnt á báðum skástífunum? 3. dæmi. Við rafstöð eina liggur vatnsborðið í inntöku- þrónni í 35 m hæð yfir vatnsborðinu í frárenslisskurðinum. Þrýstivatnspípan er járnbent trjepípa. Með hve mörgum sívölum járngjörðum, 2 cm í þvermál, þarf að benda píp- una á meter í 5 metra hæð yfir vatnsborðinu í frárenslis- skurðinum, ef þvermál pípunnar er 1 meter? í rafmagnsfræði: 1. Finn viðnám koparþráðar, sem er 4 qmm og 875 metrar á lengd ? 2. Hve marga metra þarf af nickelin-þræði í viðnámsrúllu, sem er 125 ohm, ef notaður er þráður 0,25 mm í þver- mál og eðlisviðnám nickelins er 0,4? 3. Hve mikill straumur fer í gegnum spólu, sem er 5 cm í þvermál, 48 vöf, úr koparþræði 0,8 mm í þvermál, ef hún er lögð að 110 volta jafnstraums-spennu ? [ 59 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.