Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Side 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Side 11
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA hornin þóttu virðulegust jafnvel fram á 16. öld. Fyrst eftir að drykkjarhornin lögðust niður, segir Troels Lund í »Dagligt Liv i Norden«, að not- aðar hafi verið skálar í fuglslíki, sem voru látnar fljóta ofan á skapkerunum, og úr þeim hafi veislu- gestir drukkið ölföngin. Af þessu ætla menn svo, að komið sje orðið »skál«, sem notað er, ef menn vilja drekka öðrum til. Slíkar fuglslíkisskálar hefir höf. t. d. sjeð á söfnum í Noregi og Svíþjóð. Svo að vikið sje aftur að veisluhöldunum, þá má geta þess, að Fornbrjefasafnið, annálar og ýms önnur heimildarrit sýna það ljóslega, að lítið var dregið úr veisluhöldum hjá höfðingjum þjóðarinnar, og læt jeg mjer hjer nægja, að grípa niður á stöku stað í frásögu Þorvaldar Thoroddsens, IV. b. 1. h. Þorvaldur segir, að það hafi verið mikið fagnað- arefni, þegar útlent öl, áfengt og haldgott, fór að flytjast á 13. öld, því að margir höfðingjar á Sturlungaöld hafi verið drykkjumenn miklir. Það sjest einnig á frásögn Þorvaldar, að biskuparnir ljetu eigi sinn hlut í veisluhöldunum. Arni biskup í Björgvin sendir Arna Helgasyni biskupi í Skál- holti meðal annars hálfa lest ölfanga, og það var árið 1308. Þá er líka skýrt frá því, að Wilchin biskup hjelt svo ágæta veislu árið 1394, að enginn þóttist þvílíka rausnarveislu hafa sjeð á Islandi. Veisla þessi stóð sjö nætur, og allir skyldi drekka sem lysti, nótt og dag, en ekki var annað drukkið en þýskt öl, og þaðan af dýrara. Stóra stofan í Skálholti var þrísett af höfuðsmönnum gáttanna í milli. Biskupar hafa sumir verið drykkfeldir, því að það er kunnugra en frá þurfi að segja, að á 14. og 15. öld áskildu þeir sjer mat og öl á em- bættisyfirreiðum handa sjer og sveinum sínum. Þorvaldur Thoroddsen segir, að á 16. öld hafi bjór verið almenn verslunarvara og hafi verið drukkinn af lærðum og leikum. Auk erlendu öl- kaupanna, sem ávalt hafa all-mikið tíðkast frá 13. öld, var jafnan gert mungát heima fyrir fram á 16. öld, og jafnvel lengur í kauptúnum, eins og síðar verður sagt frá. Þá hefir öl og mjaðar- drykkja ekki horfið úr sögunni, meðan einokunar- verslun Dana átti sjer stað á Islandi; það má sjá á hinu merkilega riti ]óns Aðils: »Einokunarversl- un Dana á íslandi 1602—1787«. Á skrifum ]óns sjest, að í kaupsetningu Ara Magnússonar vorið 1615 var mat á óblönduðum miði og ómenguðum Liibiskum bjór. Enn fremur var mat á Sundsku öli, sem einnig var þýskt; það var miklu ódýrara, og danska ölið ódýrast. Þá er einnig getið um kaupsetningu á hunangi, og var það all-dýrt. — í einokunartilskipun, 20. apríl 1602, eru öl, vín, mjöður og brennivín taldar þær vörutegundir, sem áríðandi sje að flytja til landsins. Á 17. öld var ölið lang-algengast, einkum þýska ölið, enda þótt hitt væri jafnan brýnt fyrir kaupmönnum og al- menningi, að danska ölið væri ljúffengast og geymdist von og úr viti* 1)- Þrátt fyrir öll meðmæli með danska ölinu, líkaði mönnum það illa, og eftir því sem ]ón Aðils segir, urðu kaupmenn að neyð- ast til þess að fá undanþágu til þess að flytja þýskt öl til landsins, og telur hann Hafnfirðinga hafa keypt 5 lestir, eða 60 tunnur af þýsku öli árið 1605. Kaupsetning, sem getið er um í »Ein- okunarverslun Dana«, sýnir, að 1619 eru gerð kaup á fjórum tegundum, sem sje: Liibiku-fatbjór, svo- nefndu Skildings-öli, sem var þýskt, miði og tví- sterku öli, sem var af dönskum uppruna. Og í aðflutningsskrá 1655 virðast vera fluttar átta teg- undir af öli; auk þess var mjöðurinn ávalt all- mikið keyptur. Það má greinilega sjá á skrifum ]óns Aðils um einokunarverslun Dana á Islandi, að menn voru að jafnaði ekki ánægðir með varn- inginn, og sjest það best af skemtilegri klögumáls- kæru Þórðar Hendrikssonar sýslumanns, sem ]. A. tilfærir: »1 áttunda máta afsegjum vjer þann mjöð að betala, sem þegar hann er drukkinn, svíður hann í hálsinn ámóta og edik, en þembir upjí mannsins líf, svo manni liggur við að springa. í annan máta afsegjum vjer þann mjöð, sem skömmu seinna verður daufur og fúll í sínu eigin íláti, þegar hann hefir nokkra stund staðið, því að vjer meinum svoddanslags mjöður sje annaðhvort af slæmum kostum gerður eða skemmilega blandaður«. Ámóta aðfinsla átti sjer stað um danska ölið, enda mjöðinn líka, því að menn þóttust geta fært sönn- ur á það, að úr einni tunnu væru gerðar margar, og má þá nærri geta, að bragðið hefir verið farið að dofna. Af þýsku ölföngunum þótti hið svo- nefnda Pryssing-öl einna dýrmætast; það geymdist vel og var áfengt, enda kostaði átta fiska potturinn. Jón Aðils getur þess í »verslunareinokuninni«, að auk aðflutnings á öli hafi Islendingar sjálfir haft ölhitu fram eftir allri 17. öld; sama segir Þor- valdur Thoroddsen, en ölhitan mun samt varla hafa lagst niður svo snemma. Á einokunartímun- um var jafnan flutt all-mikið til Iandsins af malti og humli, sem vitanlega hefir gengið til ölgerðar1). Eins og áður er skýrt frá, var á söguöldinni og jafnvel lengur eingöngu drukkið öl og mjöður; minna var ávalt um mjaðardrykkjuna, því að þótt efnin væru dýr til ölgerðar, þá var hunang til 1) Einokunarverslun Dana á íslandi, bls. 459—466. 1) J. A. Einokunarverslun Dana á íslandi bls. 460. I 41 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.