Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 28
T I M A R I T IÐN AÐ A R MANNA merkjafræði eftir Freystein Gunnarsson, gr. 1—27 (bls. 1 —16) og gr. 87—122 (bls. 65—112). Mikil áhersla lögð á að kenna nemendum rjetta staf- setningu og vandaða setningashipun. Gerðar 13 ritgerðir. 4. bekkur: (2 stundir í viku): Kenslu var hjer hagað svipað og í 3. bekk, en þó var farið ítarlegar í einstök málfræðiatriði, einkum orðmynd- un. Lesnir Fornsöguþættir I (lögð áhersla á að skýra fornan kveðskap í þeirri bók). Lesið Agrip af ísl. málfræði eftir Halldór Briem og mestur hlufi af Setninga- og greinamerkjafræði Freysteins Gunnarssonar. Ahersla lögð á að kenna nemend- um að setja hugsanir sínar skipulega fram í riti. Gerðar 14 ritgerðir. 10. Danska. 2. bekkur: (2 stundir í viku): Farið yfir 120 bls. í Kenslubók ]óns Ofeigssonar og Jóhannesar Sigfússonar I. hefli og endurlesið að mestu. Gefið stutt ágrip af málfræði. 3. bekkur: (2 stundir í viku): Kenslubók eftir ]ón Ófeigsson og Jóhannes Sigfússon II. hefti, bls. 1 — 100 og sumt endurlesið. Málfræðitilsögn. 8 sfílar. 4. bekkur: (2 stundfr í viku: Sama kenslubók frá bls. 80 og út, og nokkuð endurlesið. Einnig 25 bls. í III. hefti eftir sömu höfunda. Málfræðis- tilsögn. 9 stílar. 11. Enska. 3. bekkur: (2 stundir íviku): Lesnir 30 fyrsfu kaflarnir í Kenslubók Geirs Zoéga og að mestu endurlesið. 4. bekkur: (2 stundir í viku): Lesnir kaflarnir 25 — 61 í sömu bók og einnig bls. 48 — 183. Mest alt endurlesið. Farið nokkuð í málfræðireglur og nemendur iðulega látnir þýða (skriflega) kafla úr stílunum í kenslubókinni á ensku. Var nemendum þá jafnan lesið fyrir, en þeir skrifuðu þýðingar sínar jafnóðum á töflu. 12. Þýska. 3. bekkur: (2 stundir í viku): Lesin byrjun í lesköflunum í Kenslubók ]óns Ófeigssonar og alt endurlesið. Kend beyging sagna og nafnorða. Nokkrar skriflegar æfingar. 4. bekkur: (2 stundir í viku): Farið yfir aðal- atriði þýsku málfræðinnar. Lesnir valdir leskaflar og »Anhang« í Kenslubók ]óns Ófeigssonar og alt endurlesið. Nokkrar skriflegar æfingar. V. Próf og verðlaun. Inntökupróf var haldið yfir nýsveinum í byrjun skólaársins, eins og síðast. Varð niðurstaðan af því sú, að ekki þótti ástæða til að hafa sjerstaka undirbúningsdeild í þetta sinn, en C-deildungar í fyrsta bekk að eins látnir hafa 1 fleiri tíma í ís- lensku og reikningi en hinir. Próf í flatarteikningu í fyrsta bekk var haldið 14. febr. og stóðust það þá 47 nemendur. I lok skólaársins stóðust 12 piltar þetta próf, svo að alls hafa 59 lokið því á vetrinum. — Prófdómendur voru þeir teiknikennararnir Guðmundur ]ónsson og Finnur Einarsson, og skólastjóri. — Verkefni við prófið í febrúar voru þessi: I. 1. Teikna ferning. Lengd hliÖanna er 58 mm. Umrita hring um ferninginn. 2. Teikna hring, álman 32 mm. í hringinn shal teihna bogastreng, sem grípur yfir 60° boga. Endapunhtar bogastrengsins heita a og b. Teikna bogaslrenginn a c þannig, að fram homi ferilhorn, sem grípur yfir 1803 boga. Skrifa í hornið hve stórt það er. Þá skal fram- lengja bogastrenginn a c 35 mm út fyrir c og merkja þar punktinn d. Teikna snertla við hringinn frá punkt- inum d. Loks skal teikna snertil við hringinn gegnum punktinn b. 3. Teikna þríhyrning. Ein hliðin skal vera 112 mm, og annað hjá liggjandi horn 52 */2°, en mólstandandi horn 82 V20. Innrita hring í þríhyrninginn. 4. Teikna jafnarma þríhyrning. Lengd armanna skal vera 75 mm og hæðin á arminn 45 mm. II. 1. Teikna rjetthyrning, lengd hliðanna er 36 mm og 73 mm. Umrita hring um rjetthyrninginn. 2. Teikna hring, áiman 32 mm. Teihna í hringinn boga- streng, sem grípur yfir 120° boga. Endapunktar boga- strengsins heita a og b. Teikna bogastrenginn a—c, þannig að fram komi ferilhorn, sem grípur yfir 120° boga. Skrifa í hornið hve stórt það er. í>á skal fram- lengja bogastrenginn a —b 35 mm út fyrir a og merkja þar punktinn d. Frá punktinum d skal teikna snertla við hringinn. Loks skal teikna snertil við hringinn gegn- um punktinn b. 3. Teikna þríhyrning. Eitt hornið skal vera 112 V20, önnur hjáliggjandi hlið 69 mm og mótstandandi hlið 120 mm. Innrita hring í þríhyrninginn. 4. Teikna jafnarma þríhyrning. Lengd armanna skal vera 75 mm og miðlínan á arminn 55 mm. Próf í rúmteikningu var haldið í lok skólaársins í 2. bekk. Undir það gengu 38 af þeim, sem sett- ust í 2. bekk og stóðust 35, og auk þess 5 af þeim, sem setst höfðu í 1. bekk, og stóðust allir. I 58 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.