Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 7
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA malti, en mjöðurinn af hunangi og mjaðarjurt. Sennilega hafa orðin verið notuð í sháldskap, eftir því sem best átti við í hvert skifti, en oft skipaði mjöðurinn þar öndvegi. Etymologisk Ordbog eftir Alf Torp rekur allrækilega feril orðsins mjöður. Hefir hann meðal anriars fundið það í sanskrít, indogermönsku, grísku og fleiri fornum málum. Mjaðargerðin mun því vera komin til ára sinna, eigi síður en ölhitan. ÖI- og mjaðardrykkja Islendinga og fornar siðvenjur. Eins og nærri má geta, var öldrykkja Islendinga til forna svipuð og hún var hjá frændþjóðinni í Noregi, enda voru lifnaðarhættir að heifa mátti hinir sömu. Norðmenn eru að því leyti öfunds- verðir, að þeir áttu frá fornu fari einskonar öl- neyslulöggjöf; hjer má minna á nokkur atriði úr löggjöf þessari, er fjallaði um siði og drykkjuhöld í Noregi til forna. Talsvert er í Gulaþingslögum, en svo eru einnig ýmsar reglur um drykkjusiði í Frostaþingslögum. Gulaþingslögin geta ekki um annan drykk en öl, og hefir það því verið þjóð- drykkur Norðmanna. Chr. P. Killengreen yfirdóms- lögmaður1) hefir talsvert kynt sjer hina fornu öl- gerðar-löggjöf Norðmanna og segir meðal annars, að fyrst og fremst hafi hverjum verið leyfilegt að gera sjer öl eftir vild, en í hjeruðum urðu menn að hafa gildaskála og drykkjusamlög. Þeir, er eigi treystu sjer til að taka þátt í slíkum samkomum, voru ekki taldir ölfærir eða fjár síns ráðandi. 01- hátíðir voru vitanlega trúarbragðalegs eðlis, eða einskonar blót-drykkja á söguöldinni. Til drykkju- hátíðanna urðu menn að hafa með sjer mat og drykk, ella lágu við refsiákvæði í Gulaþingslögum, og svo urðu menn á vissum árstíðum að hafa heimadrykkju, þeir er eigi gátu sótt samdrykkj- urnar. Eftir að kristni komst á í Noregi, breyítust siðirnir að nafninu til; hita varð mungát heima til jóladrykkju, og skylt var, að helgir menn krossuðu ölið og signdu til árs og friðar. Ekki mátti heldur bregða útaf þessum sið samkvæmt lögunum, því að væri drykkjan vanrækt ár eftir ár, gat það kostað búandann aleigu sína. Ölið, sem hver kom með í gildaskálana, var það, sem forfeður vorir nefndu samburðaröl; ekki gátu verið færri en þrír í samdrykkju, en væri mönnnm þannig í sveit komið, að þeir annaðhvort byggi úti á eyjum eða upp til fjalla, var þeim gert að skyldu að gera 1) Chr. P. Killengreen, Norsk Lovgivning om Salg og Skjænlming af Öl, bls. 63 - 64. sæmilega mikið heimamungát. Eftir því sem Fr. Grön segir, kom Eysteinn biskup í Noregi því til leiðar, að sett voru einskonar takmörkunar-ákvæði um öldrykkju í Frostaþingslög. Ákvæðin voru þannig, að eigi mátti selja mungát á þingurn, og ef menn óhlýðnuðust þessu, var mungátið gert uoptækt, og eitthvað var aukið við þessi ákvæði í lögum Magn- úsar lagabætis. Hliðstæð lagafyrirmæli er getið um hjá oss, í Jónsbók og víðar. Stranglega var bannað að bera mungát í lögrjettu og jafnframt tekið fram, að ef nokkur slæst í mat eða mungát og rækir það meira en þingið, skal hann enga uppreisn eiga síns máls á þingdegi.1) Ákvæðum þessum virðist hafa verið haldið í þingsetningar-formála all-lengi. Þá eru önnur ákvæði í Jónsbók, sem minna á norsku lögin, um þá, sem teljast fjár síns ráðandi, en það er hver maður »er hefir vit sitt ok má búi sínu ráða ok kaupum ok er hesffærr ok ölfærr«.2) Að öðru leyti virðast Islendingar ekki hafa sett nein veruleg ölneyslu-fyrirmæli til forna. Þau hafa verið gerð á síðustu stundu, og að því er virðist meira af kappi en viti. Ölneyslu-löggjöf Norðmanna hjelst nokkuð lengi óbreytt fram eftir öldum, en er nú vitanlega orðin alt önnur, og hagkvæmari á ýmsan hátt. Með elstu löggjöf Norðmanna voru þeir beinlínis örvaðir til öldrykkju, enda sjest það svart á hvítu, að aldrei lentu Islendingar í öðru eins drykkjusvalli og hjá frændum sínum Aust- mönnum, eftir því sem Islendingasögur herma. Að nokkru leyti hafa Islendingar verið háðir öl- drykkjufyrirmælum Norðmanna; víkingar höfðu að líkindum svipaða siði, enda má t. d. minna hjer á jóladrykkju í Grænlandi, ekki síður fyrir þá sök, að bygg-flutningur þangað hefir verið afar hæpinn. Þorfinnssaga karlsefnis3) segir frá því, að Þor- finnur hafi boðið Eiríki rauða í Brattahlíð malt til þess að heita jólamungát. Eins og kunnugt er, festi Karlsefni sjer Guðríði Þorbjarnardótíur, er var ekkja eftir son Eiríks, og var þá jóladrykkjunni snúið upp í brúðkaup. Fóstbræðrasaga kemst svo að orði:4) »Þá er at jólum dregr, lætr Þorkell mungát heita. Því at hann vill jóladrykkju halda ok gera sjer þat til ágætis — því at sjaldan voru drykkjur á Grænlandi«. Nærri má geta, hvort ekki hafa verið öldrykkjur á Islandi, þar sem greiðar voru skipagöngur, enda fara Islendingasögur ekki leynt með það. Gísla saga Súrssonar getur um 1) Jónsbók (0. H.), bls. 8. Alþingisbækur 1, bls. 203. 2) Jónsbók, bls. 99. 3) Kap. 6. 4) Kap. 22. I 37 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.