Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 24
T í M A R I T IÐN AÐARMANNA er allfyrirferðarmikil. Þegar lokið er við aftöppun og hitun uppi, þá er ölið látið í rafmagnsvindu (sjá 13. m.) og því rent niður í svalan kjallara. Tíunda deildin er svo flutningur ölsins frá öl- gerðinni (sjá 11. m.). Lengi vel voru notaðir hest- 13. mynd. Rafmagnslyfta. ar við hann, en nú eru bílar >á fartinni*, því að salan hefir aukist með degi hverjum. Ölgerðin »Egill Skallagrímsson*, hefir nú kon- unglegan hirðsalatitil, og hlaut hún hann fyrir þá sök, að liðsforingjarnir dönsku á konungsfylgdar- skipunum, er konungur var hjer síðast, vildu miklu heldur »Egils« Pilsner, en erlent óáfengt öl. Ekki á Tómas að öllu leyti þakkirnar fyrir gæði ölsins, enda þótt ölgerðin sje nú svo vel úr garði gerð, sem þegar hefir verið skýrt frá, því að hann var svo lánsamur að ráða til sín þaulæfðan ölgerðar- mann frá Bæjaralandi, sem Edw. Meister heitir. Hann hefir meðal annars verið á hinum alkunna ölgerðarskóla »Miinchener Brauerakademie*. Sjald- gæft er að geta náð í slíka menn, lærða og leikna í sinni iðn, því að venjulega eru ekki aðrir en viðvaningar á boðstólum. Erlendis er í óáfengu öli 2V4°/o vínandi, miðað við þunga, en hjer er ákveðið 21/4 o/o eftir rúmmáli, sem er nokkuð minna, og gerir það f. d. ölgerðina talsvert erfiðari en óá- fenga ölgerð hjá Dönum, því að hjer er hreint og beint um svelti á gerinu að ræða. Vilji menn fara viturlega að ráði sínu og eiga völ á góðu og heil- næmu öli, þá ætti löggjafarvald þjóðarinnar að leyfa hjer ölgerð með 2V2°/o vínanda. Vínandamegnið yrði samt 1/2% minna, heldur en er í áfengislitl- um dönskum Pilsner. Enginn mundi geta fundið á sjer af slíku öli, nema belgja í sig úr mörgum flöskum, hvað þá að hann yrði ölvaður af því. Hjer er óþarft að orðlengja um það, hve ölið er meltingunni miklu heilnæmara en önnur drykkjar- föng, hafi það nægilega mikið af kveikjum, sem svo er nefnt í þrengri merkingu; þá ber einnig að taka tillit til þeirrar næringar sem er í ölinu. Væri hjer völ á góðum Pilsner, enda þótt hann væri óáfengari en hinn erlendi, mundi fara að dofna yfir sölu Spánarvínanna og óleyfilegum inn- flutningi á eimdum vínum. En þyki hyggilegra að halda áfram gersveltunni og auka þannig erfiðleika innlendrar ölgerðar, þá verða Islendingar samt jafnan að hafa það hugfast að hlynna að jafndýr- mætu fyrirtæki og telja má ölgerðina »Egil Skallagrímsson«. Olgerðin getur nú framleitt nægi- legt öl handa öllu landinu, og þurfa mer.n því ekki að sækja varninginn til útlanda. Líka verður að hafa það hugfast, hve mikið fje fyrir vinnu við hin innlendu fyrirtæki rennur í vasa Islendinga. Vinnukaup nemur t. d. hjá ölgerðinni meiru en fjögur hundruð tuttugu og þrjú þúsund krónum, frá því hún tók til starfa. Gjöld til bæjarins eru um þrjátíu og þrjú þúsund krónur. Ríkissjóðsskatt- urinn nálægt þrettán þúsund krónum. Tollar af innfluttu efni og framleiddu öli eru meira en fjöru- tíu og tvö þúsund, og þannig mætti halda áfram að telja fje það, sem fyrirtækið geldur þjóðinni. Lýk jeg svo máli mínu um ölgerð íslendinga, að þessu sinni. ( 54 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.