Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 8
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA erfisdrykkju.1) Eyrbyggja geíur um jólaöl, sem nota varð í erfiöl. »Var þá tekit jólaöl þeirra ok snúit til erfisins*.2) Eins og síðar verður reynt að sanna, hafa ís- lendingar á söguöld og langt fram eftir öldum, drukkið talsvert af öli, en óneitanlega hefir þessu verið stilt í meira hóf heldur en í Noregi, þar sem ölefnin voru meiri. En sömu drykkjuhátíð- arnar er þó getið um hjá oss, að undanteknu sam- burðarölinu, sem lögboðið var í Noregi. Hjer má þegar minna á, að víða kemur fram, að drykkja var sameinuð. Laxdæla skýrir meðal annars frá því: »Var nú drukkit alt saman brullaup Ólafs ok erfi Unnar*. Þegar Finnbogi hinn rammi kvæntist í annað sinn, var veisla mikil á Möðruvöllum: »Mungát heitt, mjöðr blandinn ok mönnum boðit*. Og þannig má telja upp úr sögunum margar drykkjuhátíðir, sem smám saman verður vikið að síðar. Samdrykkjur Norðmanna, þar sem hverjum var gert að skyldu að koma með mat og drykk til gildaskálanna, voru vitanlega hundheiðinn siður, eða einskonar blótveislur. Þangað komu menn með samburðaröl, eins og áður er sagt, en þótt siðir þessir hjeldust í Noregi langt fram á kristni, þá var í raun og veru um sömu hátíðirnar að ræða eins og áður er lauslega minst á, því að á söguöldinni var drukkið til árs og friðar og goð- unum til heilla, en síðar var drykkjan helguð Maríu mey og hinum hvíta Kristi. Vitanlega hafa blót- veislur verið á Islandi á söguöldinni, og drukkið við hofin, en þetta mun hafa verið með nokkuð öðrum hætti en hjá frændum vorum í Noregi, því að hjer var miklu fámennara, en hinsvegar höfð- ingjar rausnarlegir. Mæíti því hugsa sjer, að svipað hefði verið með þeim og Sigurði Hlaðajarli úti í Noregi. Til Hlaðahofs þurfti enginn að bera öl með sjer, og var því ekki um neitt samburðar- öl að ræða. Sama mun mega segja um Islendinga í þessu efni. Eins og menn vita, var ölið notað við öll tækifæri, jafnvel við kaup eða sölu, arf- töku, festarmál o. s. frv.; til dæmis er getið um Njótsminni, þ. e. a. s. drukkið minni þess, sem nýtur kaupa á einhverjum hlut. Þá er festaröl, er menn festu sjer konu; síðar var þetta nefnt sam- gönguöl, en sjálfsagt hefir það heiti frekar átt við hjónabandsöl. Áður er getið um erfiölið, sem sumir nefndu sáluöl, eftir að kristnin komst á. Auk alls þessa voru eins og kunnugt er mýmörg minni drukkin í ölveisluhöldum, og verður síðar vikið að því. 1) Gísla saga Súrssonar, bls. 29 og 37. 2) Eyrbyggja, bls. 137. Gildaskálarnir fornu hafa eflaust verið hlýlegir og að sumu leyti eins tilkomumiklir og gildaskálar nútímans, því að sumir þeirra hafa verið afar stórir, eftir veislugestum að dæma. Skálaþilin voru tjölduð fögrum dúkum eða vænu vaðmáli, og hafi nokkurstaðar verið ber þil, voru þau, eins og venja var, vel skafin. Höfðingjar og önnur stórmenni sátu í æðra og óæðra öndvegi, og næstir þeim voru venjulega þeirra virktavinir. Umhverfis skál- ann innanvert voru upphækkuð borð, sem eftir ýmsu að dæma virðast hafa verið nokkuð stór. Önnur minni borð voru líka mikið notuð, skutil- borð. Þegar þröng var í skálanum, notuðu menn forsæti, en þau voru niður á Ieirgólfinu, sem var hálmi stráð; en þeir hinir sömu urðu vitanlega að snúa baki við eldunum. Niðri á gólfinu voru líka borð, sem nefnd voru trapiza, en það hafa líkast til verið einskonar millibilsborð til þess að geyma á mat og drykk, meðan á veisluhöldunum stóð. Eftir því sem jeg veit best, þá hafa t. d. hin svo- nefndu skapker, sem ölið var ausið úr við drykkju- höldin, staðið á slíkum borðum. Skapkerin stóðu jafnan fram við anddyrið, og hefir það sjálfsagt verið gert til þess, að ölið eða mjöðurinn yrði kaldari. — Hvað húsaskipan íslendinga til forna víðvíkur, þá geta menn kynt sjer hana allrækilega í doktorsritgerð Valtýs Guðmundssonar. Að sjálf- sögðu hófust veislurnar með því, að menn mötuð- ust. Eins og menn vita, var framreiðslan óbrotin á söguöldinni; menn fengu matinn lítið hlutaðan, en svo hafði hver sinn tygilkníf; mestmegnis var því borðað með fingrunum, og þurfti því að við- hafa mesta hreinlæti, enda voru mundlaugar bornar fyrir gesti, áður en borðhaldið byrjaði og eins eflir að því var lokið. Eftir borðhaldið hófst eigin- lega veislan og gleðskapurinn, þegar ölið og mjöð- urinn komu til sögunnar. Skutilmeyjar báru ölið og mjöðinn í skreyttum hornum (sjá 1. m.) fyrir gestina, en síðar varð það siður, að skutilsveinar intu þetta af hendi, og varð það nokkuð almennur siður. Áður en setst var að sumbli, var drykkurinn eftir heiðnum sið helgaður með eldi, en eftir að kristnin komst á, var, eins og áður er sagt, drykkurinn helgaður á annan hátt, og ekki álitu menn hættu- laust að drekka ókrossað öl, enda þótt lengi vel eimdi nokkuð eftir af hinum heiðnu siðvenjum. Þegar búið var að helga drykkinn, var á sögu- öldinni fyrst drukkið minni Óðins, Þórs og annara goða, en eftir kristnum sið drukku menn fyrst minni Krists og Maríu meyjar. Ýmsar voru sið- venjur við drykkjur, sem of langt yrði upp að telja. Einmenning drukku menn á stundum og urðu þá I 38 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.