Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 20
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA Tómasson, er stjórnað hafði fyrir mig atvinnu- rekstri, meðan jeg var við gerlafræðisnám erlendis, lagði út í ölgerð. Hann stofnaði ölgerðina »Egill Skallagrímsson* 17. apríl 1913. Menn hjeldu, að hjer yrði aðeins um apríl-hlaup að ræða, en höf. var á annari skoðun í þessu efni, og eggjaði hann Tómas til framkvæmda, því að það bar þegar í stað á því, þegar hann kom austan úr Rangár- vallasýslu árið 1906, að hjer yrði ekki um meðal- mann að ræða. Tómas var áræðinn, framúrskar- andi þrautseigur og góður drengur; en það eru Um þetta leyti kom upp önnur ölgerð hjer í bæ, sem Danir áttu; hún gerði mestmegnis hvítöl og örlítið af undirgeruðu öli, sem svo var nefnt. 01- gerð þessi varð skammlíf, enda þóft margur hlypi undir bagga með að hjálpa henni. »Egill Skallagrímsson« lifði af áföllin, og mun hið góða maltöl ölgerðarinnar hafa verið drýgsti tekjuliðurinn, enda þótt nokkuð hafi verið gert af öðru öli. Framleiðslan var lengi vel ekki mein en svo, að Tómas vann að henni við annan mann. Arið 1917 reisti ölgerðin allhentugt hús við Njálsgötu (sjá 4. mynd. Gilker úr pilsnerkjöllurunum. þeir kostir, sem koma mönnum jafnan langt áleiðis. Má vel heimfæra upp á Tómas það, sem sagt var um Jacobsen bruggara, en það var, að hann væri svo slyngur að stjórna ölgerð, eins vandasamt verk og það er, eitt af erfiðustu hlutverkum, sem for- stjóra verða fengin, að ekki mundi völ á öðrum slíkum manni nema einu sinni á öld hverri. Ölgerðin »Egill Skallagrímsson* hóf starfsemi sína vorið 1913 í Þórshamars-kjallaranum í Templarasundi 3. Öllu ægði saman, því að hús- rúmið var lítið, en umgengnin var samt hreinleg. Lengi framan af var aðeins gert maltöl handa sjúkrahúsum og öðrum, og líkaði það vel. Ekki var nú ölsuðan fyrirferðarmeiri en það, að soðið var í 65 lítra heitu-katli, og gilkerið eða gerjunar- ílátið var eftir því. Það varð fljótt uppi á teningn- um, að húsið reyndist of lítið, enda fluttist ölgerð- in eftir eitt ár í hið svonefnda Thomsens-hús við Tryggvagötu, og færðist ölgerðin þá allmikið í aukana. 3. m.) og aflaði sjer nokkurra notaðra framleiðslu- tækja. Tómas vann tvívegis alllengi við ölgerðar- hús erlendis, og ætlaði sjer að framleiða Pilsneröl með þeim tækjum, sem áður er getið um. Ekki komst sú framleiðsla í svo gott horf, að ölið gæti talist samkepnisfært, þegar það var samanborið við gott erlent öl; sá þá Tómas, að eigi mátti svo búið standa, og ásetti sjer að reyna að afla sjer nýtísku ölgerðarfækja og reisa ölgerðarhús, sem að öllu leyti gæti jafnast á við hin erlendu. Arið 1924 byrjaði hann á starfi þessu, og síðast í ár gerði hann stórfeldar umbætur á ölgerðinni. Vitan- lega höfðu þessar framkvæmdir mikil peningaútlát í för með sjer, og varð því að taka lán á lán ofan. — Alt getur þetta blessast, ef Islendingar kunna að sjá, að það er þeim sjálfum til heiðurs að vera á verði um fyrirtækið, sem nú þegar er orðið þjóðinni til mikils sóma. Það yrði of langt mál, að lýsa hjer ölgerðinni [ 50 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.