Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 12
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA mjaðargerðar miklu dýrara, vitanlega fyrir þá sök, að á þeim tímum var ekki um annan sykur að ræða; mjöðurinn mun hafa verið notaður í veisl- unum líkt og nú á sjer stað um dýru vínin. Eftir því sém leið fram á aldir, breyttist þetta til bölv- unar, þegar brennivínið kom til sögunnar; lengi vel hafði ölið yfirhöndina, eins og sjá má af því, að árið 1630 eru fluttar til landsins 1660 tunnur af ýmsum ölföngum, en um 150 þeirra voru brenni- vínstunnur. Um miðja öldina fóru hlutföllin að jafnast, því að árið 1655 eru fluttar 1200 tunnur af ölföngum, en 236 tunnur af brennivíni. Brenni- vínið vinnur stöðugt á, því að 1707 eru að eins fluttar 67 tunnur af öli til Hafnarfjarðar, sem þá var mikill verslunarstaður, en 42 tunnur af brennivíni. Þegar fjelagsverslunin hófst á ný, árið 1733, urðu hausavíxl á öllu saman; brennivínið flæðir yfir en ölið þverr að mestu leytiJ)- ]ón Aðils segir, að af þessum orsökum hafi drykkjuskapur aukist ákaflega að flestra áliti, enda gerðust svo mikil brögð að drykkjuskap fyrri hluta 18. aldar, að bestu mönnum þjóðarinnar þótti horfa til vandræða og vildu á ýmsan hátt reyna að ráða bót á ástandinu. Ekki er hjer um eins dæmi að ræða í sögu Is- lendinga, því að reynslan hefir sannað, að hver sú þjóð, sem horfið hefir frá öldrykkjunni, en notað í ölsins stað eimdu drykkina, svo sem brenni- vín og annað sterkt áfengi, hefir lent í drykkju- skapar volæði. Brennivínsöldin var að meira eða minna leyti allskæð til loka 19. aldar, en óneitanlega fór þó nokkuð að draga úr algleymingi hennar, eftir að Góðtemplarareglan var stofnuð 1884, því að eftir því sem templurum fjölgaði, varð mönnum ver við að láta sjá sig mikið drukkna, og það er opinbert leyndarmál, að margir tóku þá til danska bjórsins, sem ekki var eins bráð-áfengur og gerði fáa ófæra í allra augsýn. Árið 1912 komu svo bannlögin til framkvæmda, og losuðu menn við hvorttveggja, sterku vínin og áfenga bjórinn, en því miður vildu sterku vínin seitla inn í landið, eftir að bannið var komið. Eftir þenna tíma fóru kaupmenn að flytja inn all-mikið af óáfengu öli, og má greini- lega sjá aðflutningsmegnið í verslunarskýrslum hagstofunnar. Árið 1912 og 1913 var frekar lítið flutt inn af öli, en svo jókst innflutningurinn all- mikið þrjú næstu árin. Hæstur varð innflutningur- inn árið 1916; hann komst þá upp í 3229,8 hektólítra. Lægst var árið 1918, nefnilega 355,8 hektólítrar, en meðaltals innflutningur af óáfengu 1) J. A. Einokunarverslun Dana á Islandi bls. 461. öli frá því, að hagstofuskýrslurnar hófust, hefir verið um 1338 hektólítrar á ári hverju, þ. e. talið til ársins 1926. Vitanlega hefir innlenda ölgerðin »Egill Skallagrímsson* dregið úr innflutningi ölsins, og því meir, sem hún hefir orðið fullkomnari að öllum útbúnaði. Ölhita tií forna og drög til þróunarsögu ölgerðar íslendinga. Það er enginn hægðarleikur að leiða rök að því, hve mikla ölhitu eða mjaðargerð íslendingar hafa haft á söguöldinni, eða jafnvel fram að því tímabili, sem hagskýrslur ná hjer yfir. Hitt er jafn- erfitt að sanna nákvæmlega, hvernig íslendingar fyr og síðar hafa gert mjöð og mungát. Til allrar hamingju hafa menn samt hjer og þar fótfestu, svo að auðvelt er að ráða í eyðurnar. Hefðu menn skýrslu um það frá landnámstíð, hve mikið hafi verið flutt hingað af malti, byggi og hunangi, þá mætti mikið af því marka ölgerð forfeðranna. Vitanlega væri samt ekki um áreiðanlegan mæli- kvarða að ræða, því að þá voru gerðir grautar úr byggi; að minsta kosti hefir Sneglu-Halla verið legið á hálsi fyrir grautarátið. Fornmenn á sögu- öldinni unnu mjög kappsamlega að akuryrkju; það bera Islendingasögur með sjer. Misjafnlega gafst akuryrkjan, eflaust fyrir þá sök, að sumarhitinn hefir verið of Iítill, og eyjaloftið óhentugt. Hvað mest virðist hafa verið ræktað af byggi, og hefir meiri hluti þess að líkindum farið til maltgerðar og ölhitu. Þá var líka ræktaður rúgur, og læt jeg mjer nægja að vísa til hinnar ágætu rifgerðar um akuryrkju Islendinga til forna, sem prentuð er í Búnaðarriti íslands XXIV, bls. 81 — 167 eftir dr. Björn M. Olsen. Mest hefir akuryrkjan verið á suðurlandsundirlendinu og svo við Breiðafjörð og einnig dálítið í Norðurlandi fyrst framan af. — Akrarnir hafa víðast hvar verið litlir að flatarmáli, enda þótt segja megi, að allstór akur hafi verið í Görðum á Álftanesi, því að eftir reikningi dr. Björns M. Ólsens hefir flatarmál sáðlandsins numið þrettán dagsláttum; en frekar lítið sáðland mundi það samt vera talið erlendis. Ávalt var flutt all- mikið inn af rúgi, byggi eða malti, einkum til Norðurlands, því að Sunnlendingar hafa varla verið aflögufærir með bygg eða malt til Norðlendinga, enda sýna sögurnar, að Sunnlendingar urðu líka að kaupa erlendan kornmat. Af öllu því, sem unt er að tína saman úr bókmentum vorum um bygg- eða maltkaup og ræktun innanlands, þá verður ekki annað sjeð, en að talsvert hafi verið um ölhitu, I 42 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.