Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 5
I M A R I I Ð N AÐARMANNA vatnið var geymt í stömpunum, en þá kom gerð í löginn, og úr varð áfengur mjöður. Um brauð og öl er það að segja, að í fyrstu notuðu menn nokkurn hluta af nýja korninu óþurkaðan. Hitnaði þá oft í bingjunum, svo að kornið eða byggið spír- aði, en þá breyttist sterkjan í því í gerjanlegan sykur. Brauðin urðu sæt, en svo var á stundum tekið nokkuð af hinu hálfmelta korni og lagt í vatn til drykkjar; kom þá gerð í vökvann, og náttúran lagði þannig lítið áfengt öl eða mungát upp í hendur mannkynsins, án þess það vissi, hvernig í öllu lá. Mannkynið hefir í fyrndinni fljótt komið auga á hin dásamlegu fyrirbrigði náttúrunnar í þessu efni og tekið saman höndum við hana til umbóta. Menn sjá hjer af líkunum, hve árangurslaust muni vera að fjalla um uppruna drykkjarfanga, enda verður gengið fram hjá því hjer. Hinsvegar mun verða reynt að færa nokkrar Iíkur að því, hvernig ölhita íslendinga hefir verið frá fornu fari, og hve drjúg ítök öl- og mjaðardrykkja hefir jafnan ált í Islend- ingum. Loks verður sagt frá því, hvernig ölhitu vorri er nú komið og hvernig hún ætti að vera í framtíðinni. íslendingasögur fjalla því miður of lítið um mat og drykk forfeðranna, eða hinn eiginlega lifnaðarhátt á heimilum þeirra. Þungamiðja sagnanna er fólgin í frásögum um hernaðarhetjurnar og höfðingjana, sem öllu rjeðu. En þrátt fyrir þenna ágalla eru fornsögurnar að mörgu leyti eina athvarfið, því að hvaðan ættu menn ella að vita um lifnaðarhætti íslendinga frá landnámstíð. Nú kann einhverjum að fljúga í hug, að hjer sje að miklu leyti um skáldsögur að ræða, en það skiftir litlu máli, ef rannsaka á lifnaðarhætti þjóðarinnar. Menn geta deilt um það, hvort íslendingasögur sjeu nákvæm skráning 12. aldar á eldgömlum, arfgengum sögum og munnmælum um lifnaðarhætti íslendinga frá landnámsöld og fram yfir kristnitöku. Hitt geta varla verið skiftar skoðanir um, að Islendingasögur eru alþýðlega ritaðar og ramm-íslenzkar í anda. Annað var ekki til neins að bjóða þjóðinni til lestrar, og að þessu leyfi hljóia íslendingasögur að vera nokk- urnveginn sannfræðileg lýsing á lifnaðarháttum for- feðranna. Sögurnar hljóta því að vera góð heim- ildarrit, en versti annmarkinn er bara, hve fáorðar þær eru um heimilislífið. Eitt er líka, sem sannar gildi íslendingasagna, og það er hin örlitla tilbreytni í afskektustu hjeruðum landsins, sem var þá í mat og drykk. Reynslan sýnir líka, að siðvenjur í þessu efni í öðrum löndum hafa haldist óbreyttar öld eftir öld, jafnvel alt fram að síðasta fjórðungi 19. aldar, en þá komst tilbreytnisóreiðan fyrst í al- gleyming. Þessari tilbreytni í mat og drykk þjóð- anna ollu vísindin og samgönguframfarirnar. Sum tilbreytni var vitanlega til bóta, en flest varð til hins verra. Það hefir jafnan verið svo, að vísindin hafa orðið mannkyninu til mikillar blessunar, en í kjölfar þeirra hefir líka ógæfan heimsótt þjóð- irnar, og mætti þá til dæmis nefna það tiltæki, að menn fóru að eimkæla vín og gera miklu sterk- ari drykki en áður höfðu þekst, svo sem bölvað brennivínið, enda kom það berlega í ljós, að eftir að sterku vínin komu til sögunnar, jókst drykkju- skapur afarmikið um heim allan. íslendingar fóru heldur ekki varhluta af þessu óláni, eins og minst verður á síðar. Brennivíninu hefir lika altaf verið bölvað, en svo tala menn ekki um ölguðinn Gam- brinus1) og þrúguvínsguðinn Dionysos, og aldrei hefir verið sagt neitt ljótt um mjöðinn forna. Norðurlandarit fjalla nokkuð um ölhitu, einkum upp úr miðöldunum; að því er nokkur siyrkur, en eldri rit Norðurlandabúa eru fámálug um þessa hluti; talsvert er af samtíningi í yngri ritunum úr fornritum vorum. Hið veigamesta eiga Norðmenn, því að þeir höfðu snemma lög eða reglur um öl- drykkju. Fyrstu ákvæði þeirra um öldrykkju eru t. d. í Gulaþingslögum, en eftir yfirskrift þeirra, álíta fornfræðingar, að þau sjeu til orðin á dögum Ólafs konungs hins helga og Magnúsar hins góða. Eitthvað úr þeim lögum hefir, eins og kunnugt er, slæðst inn í forn-íslenzk lög. Eins og hjer er skýrt frá, er ekki um auðugan garð að gresja, þegar rita á um ölhitu og öldrykkju íslendinga. Það er nokkur raunabót, að ölhita hefir, fyr og síðar, í raun og veru verið sama eðlis, og má því nokkuð treysta því, að höf. ráði rjett í eyðurnar. Algeng- ustu almúgadrykkir íslendinga munu, eins og ann- arsstaðar, hafa verið vatn, mjólk, sýra og svo súrar áfir, sem forfeðurnir nefndu saup; það var talinn kostlítill drykkur, enda þótti það ekki trygt, þótt menn yrðu saup-sáttir. Alt fram á miðaldir, var öl og mjaðardrykkja miklu veigameiri þáttur í lifnaðarháttum Islendinga en nú hefir verið síðari árin. A söguöldinni mun einkum hafa verið drukkið mungát og mjöður á stórhátíðum og tyllidögum. Sögualdarmenn þektu ekki annað en mungát og mjöð; það var drukkið af konungum sem kotungum. Þessvegna er líka enn þann dag í dag talað um ölvaða menn og ölæði, og sýnir það útaf fyrir sig, að ölföng voru drukkin til forna, og þjóðin heldur enn þá 1) Var eftir sögnunum konungur í Niðurlöndum á for- söguöldinni, eiginlega Jan primus, þ. e. Jóhann I. Er talinn hafa fundið upp ölgerð. [ 35 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.