Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 6
JÖKULL PÉTURSSON, málarameistari: Málaraiðnin á íslandi 1 eftirfarandi grein verður reynt að bregða nokkru ljósi yfir sögu og þróun málaraiðnarinnar hér á landi. Hér verður þó aðeins stiklað á stóru, en væntanlega verður saga iðnarinnar skráð síðar meir, og þá rann- sökuð betur öll gögn, sem til kunna að vera og snerta þetta efni. Einn merkasti þátturinn í þjóðlífi og menningu okkar íslendinga er varðveizla sögu lands og þjóðar, allt frá upphafi byggðar landsins. Þetta hefur öðru fremur orðið til þess að auka hróður landsins, og skipa því virðulegan sess meðal menningarþjóða heimsins. Sagnritun vor er þó kannske einna merkilegust, ef skoðaðar eru allar aðstæður, sem þjóðin átti við að búa um aldaraðir. Nú á tímum eru aftur á móti allar aðstæður þannig, að auðvelt er að skrifa og varðveita söguna svo ræki- lega að ekkert fari forgörðum, ef vilji er fyrir hendi. En til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að hver stétt þjóðfélagsins hugsi um sína sögu. Verður þetta auðvitað léttast og öruggast með því að skrá söguna um leið og hún gerist. Það verður svo starf hinna eig- inlegu sagnritara og sagnfræðinga að vinna úr þessum gögnum á sínum tíma. Saga málaraiðnaðarinnar sem atvinnugreinar hefst ekki hér á landi fyrr en um aldamótin síðustu. Aftur á móti má segja, að handverkið sjálft sé jafngamalt byggðarsögu landsins. Þannig vitum við t. d., að skip landnámsmanna, víkingaskipin, voru oft fagurlega mál- uð eða steind, eins og það var þá kallað, og voru það sérlega hin svipmiklu drekahöfuð á stafni skipanna, sem þannig voru skreytt. Vafalaust hefur fleira af bún- aði verið málað, og má í því sambandi benda á seglin, sem oft og iðulega voru strífuð, eða röndótt, eins og við köllum það nú til dags. Annars virðast forfeður vorir, ekki síður en annara þjóða menn, fyrr á öldum, hafa haft hið mesta dálæti á litum og enda notað þá í margvíslegum tilgangi. Þannig voru þeir ekki einungis notaðir til augnayndis og skrauts, heldur og til þess að tákna völd og virð- ingu manna. I frásögnum af höfðingjum og hefðar- konum, er jafnan lögð mikil áherzla á að lýsa klæðnaði þeirra, litklæðum, svo senv eins og til að undirstrika frásögnina og efni hennar. Byggingarhættir á híbýlum manna á landnámsöld og lengi fram eftir öldum voru með þeim hætti, að naumast gat verið um mikla notk- un málningar að ræða. Hinsvegar verða kirkjubygg- ingarnar til þess að skapa möguleika fyrir notkun máln- ingar, og má í rauninni segja, að þróun handverksins fylgi þróun byggingarhátta kirkna að verulegu leyti, allt fram til vorra daga. Kirkjur hér á landi urðu snemma margar, tiltölu- lega. í skrá, sem Páll Jónsson, biskup í Skálholti, lét gera um 1207, er talið að kirkjur í Skálholtsbiskups- dæmi séu um 300 talsins. Ekki hafa þetta þó allt verið merkilegar byggingar, en þó sennilega mun meir til þeirra vandað en almennra híbýla manna. Um sama leyti voru prestar biskupsdæmisins taldir vera 220. En eins og höfðingjar og aðrir fyrirmenn skörtuðu í lit- klæðum, til þess m. a. að auðkenna sig frá sauðsvörtum almúganum, þá var prestum snemma bönnuð öll sund- urgerð í klæðaburði. Þeir urðu að klæðast mjög lát- lausum fatnaði, og urðu auk þess að skera hár sitt mjög, og skegg máttu þeir eigi bera. Einhverjar fyrstu heimildir, sem til eru um notkun málningar hér á landi, eru þær, sem segja frá því að Páll biskup Jónsson hafi látið mála í Skálholtskirkju bæði ræfur og stöpul. Um annað var í rauninni ekki að ræða, sem hægt væri að mála, nema þá prédikunar- stól og kannske kirkjubekki. En hverjir voru það þá, sem framkvæmdu þessa vinnu? Það munu nær undan- tekningarlaust hafa verið prestar eða aðrir kirkjunnar þjónar með lægri vígslur, svo sem djáknar eða súb- djáknar. Ekki er þó, lengi vel, getið um lærdóm þeirra til þessara verka, en gera má ráð fyrir að margir þeirra hafi ef til vill lært þetta erlendis, að einhverju leyti. Fyrstu glöggar heimildir um þetta, sem mér er kunn- ugt um, eru um Martein biskup Einarsson. Hann lærði skrautmálun í Englandi, og þótti snemma mjög slyng- ur í þeirri íþrótt. Þess er þó rétt að geta, að þegar Marteinn var við nám í Englandi, þá var hann ungur að aldri og ekki við guðfræðinám. Eftir heimkomuna vann hann um skeið að verzlunarstörfum á Suðurnesj- 90 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.