Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1964, Blaðsíða 29
Atvinnutekjur alþýðustétta 1 13. hefti tímarits Framkvæmdabanka Islands, „Or þjóðarbúskapnum“, sem út kom í febrúar sl., birtist grein um atvinnutekjur alþýðustétta. Skýrsla sú, sem þar er fjallað um, var unnin á vegum Efnahagsstofn- unarinnar og var byggð á úrtaksathugunum þeim, sem árlega eru gerðar af Hagstofu íslands, um atvinnutekj- ur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna. Hér á eftir er birtur útdráttur úr skýrslunni, en gera má ráð fyrir, að mörgum iðnaðarmönnum kunni að þykja efni skýrslunnar all forvitnilegt. Tilefni skýrslusöfnunar um atvinnutekjur var það ákvæði laga um verðlagningu landbúnaðarvara, að bændum skyldu tryggð sambærileg kjör við það, sem aðrar vinnustéttir bæru úr býtum. Með „öðrum vinnu- stéttum“ er átt við verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn, en þær stéttir í heild hafa oft verið nefndar „al- þýðustéttir“. Með verkamönnum eru í skýrslum þess- um auk almennra verkamanna við flutninga, vöruaf- greiðslu og byggingarframkvæmdir, taldir iðnverka- menn, og liggur ekki fyrir nein greining frá öðrum verkamönnum. Til sjómanna teljast bæði fiskimenn og farmenn, en yfirmenn eru undanskildir. Til iðnaðar- manna teljast allir faglærðir menn, einnig í þjónustu- greinum. Iðnmeistarar eru og taldir með, ef tekjur þeirra eru að yfirgnæfandi hluta launatekjur. Sé litið á þróun peningateknanna, kemur í ljós, að á því 15 ára tímabili, 1948-1962, sem tekið er til athug- unar, hafa meðalatvinnutekjur þessara stétta hækkað úr kr. 25.560 í kr. 103.616, eða rúmlega fjórfaldast. Flest árin varð mjög veruleg hækkun peningatekna, en að- eins eitt árið, 1949, lækkuðu þær lítils háttar. Hækk- unin varð mjög misjöfn frá ári til árs, allt frá 1% árið 1957 upp í 21.3% árið 1962. En meðalhækkunin var 10.5% á ári. Enda þótt tölur þessar séu talandi tákn um verðbólguþróun þá, sem átt hefur sér stað á tímabil- inu, verður þó hækkunin öll ekki rakin til hennar, held- ur hefur einnig átt sér stað hækkun raunverulegra tekna. Með því að umreikna atvinnutekjurnar til verð- lags ákveðins árs eftir vísitölu neyzluvöruverðlags má fá sæmilega raunhæfa mynd af raunverulegum atvinnu- tekjum með sambærilegum kaupmætti öll árin. Kemur þá í ljós, að miðað við árið 1948 hnignar kaupmætti teknanna um 25% á fyrstu 4 árum tímabilsins og varð lægstur árið 1952, aðeins 75% af því, sem hann hafði verið við upphaf þess. Upp frá 1952 jókst kaupmáttur atvinnuteknanna hröðum skrefum. í kauptúnum náði hann þegar árið 1953 fram úr því, sem hann hafði verið 1948. Sama árangri varð hins vegar ekki náð í kaup- stöðunum fyrr en árið 1955. Sama ár náði landsmeðal- talið og meðaltöl allra stéttanna einnig sama eða meiri kaupmætti og árið 1948. í Reykjavík komst kaupmátt- ur teknanna árið 1956 sem næst því, sem verið hafði árið 1948, en síðan kom nokkur afturkippur í vöxt kaupmáttarins og varð hann ekki sá sami og árið 1948 fyrr en árið 1959. Kaupmáttur teknanna hélt síðan áfram að aukast út tímabilið og var orðinn 19.6% meiri við lok þess, árið 1962, en við upphaf þess. Með- alaukningin allt tímabilið er aðeins um 1.3% á ári, sem teljast verður mjög lítið. En þegar þess er gætt, að þessi aukning kemur öll á árin eftir 1955 og er því um 2.3% á ári, verður ekki annað séð, en að hún geti talizt fullnægjandi á því tímabili. Flokkun atvinnuteknanna eftir stéttum er til frá og með árinu 1951 og er samanburður á tekjum stéttanna mjög fróðlegur. T. d. kemur í ljós, að verkamenn bera greinilega tiltölulega skarðari hlut frá borði þau ár, sem stórverkföll hafa verið háð, svo sem árin 1952 og 1955. Að öðru leyti á sér stað veruleg samfylgni milli tekjuaukningar verkamanna og iðnaðarmanna og er lítill munur flest árin. Á tímabilinu 1951-1962 aukast raunverulegar tekjur verkamanna um 15%, en iðnaðar- manna um 16%. Þessar tölur gefa ótvírætt til kynna hversu óraunhæfur samanburður einstakra kauptaxta er, en sú leið er oft farin, þegar bera á saman lífskjör eða afkomumöguleika ýmissa stétta eða starfshópa í þjóðfélaginu. Mismunurinn á þróun tekna verkamanna og iðnaðarmanna verður að teljast lítilfjörlegur í sam- anburði við þau frávik frá þróun meðalteknanna, sem fram komu í tekjum sjómanna. Fram til ársins 1958 juk- ust tekjur sjómanna hægar en meðaltalið, en síðustu 5 ár tímabilsins jukust peningatekjur sjómanna um 16% til jafnaðar á ári. I lok tímabilsins voru raunveru- legar tekjur sjómanna 35% hærri en þær höfðu verið við upphaf þess og hafði því þróun raunverulegra at- vinnutekna sjómanna verið mun hagstæðari en þróun raunverulegra atvinnutekna verkamanna og iðnaðar- manna. Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar sýnir einnig hverjar TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.